fbpx

Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna?

Í dag var hádegiskynning Ferðamálastofu haldin í samstarfi við Íslenska ferðaklasann í Húsi ferðaklasans. Á fundinum var kynnt ný greining Margrétar Wendt á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstök áhersla var lögð á úrbætur með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis. Einnig er horft til þess hvað erlendum ferðamönnum þótti minnisstæðast úr Íslandsferðinni og hvernig náttúra, menning og afþreying stuðla að upplifun ferðamanna á Íslandi.

Hægt er að horfa á streymi frá viðburðinum hér.