fbpx

Klasafundur hjá Kynnisferðum

Þann 25. nóvember síðastliðinn var haldinn Klasafundur hjá Kynnisferðum.

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða tók á móti okkur og sagði okkur frá starfsemi fyrirtækisins, áskorunum og tækifærum. Því næst tóku við áhugaverðar umræður um áhrif rafmagnsins á rútubílaakstur og sjálfbærni framtíð fyrirtækisins.

Einnig tók Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels til máls. Hún sagði okkur frá stöðu og horfum Icelandair Hotels í hótelheimi og nýliðinni ferð sinni á hótel ráðstefnu í Dubai.

Að lokum sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka okkur frá horfum í ferðaþjónustu og hvert hlutverk ferðaþjónustunnar er í breyttu landslagi.

Við viljum þakka Kynnisferðum kærlega fyrir að hýsa klasafundinn ásamt því að þakka Birni, Magneu og Jóni Bjarka sérstaklega fyrir góð og lifandi erindi.