fbpx

Nærandi ferðaþjónusta (NorReg)

Um verkefnið

Nærandi ferðaþjónusta (NorReg – Nordic Regenerative Tourism) er samstarfsverkefni fimm
Norðurlanda sem er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Ólöf Ýrr Atladóttir leiðir verkefnið fyrir
hönd Íslenska ferðaklasans.
NorReg er grundvallað á hugmyndafræði um nærandi ferðaþjónustu (regenerative tourism), en innan
hennar er áhersla lögð á heildstæða nálgun í stefnumótun og rekstri með það að leiðarjósi að
ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi, samfélag og náttúru.
Innan NorReg er unnið með smáum og örsmáum (Small and Micro-sized) fyrirtækjum í ferðaþjónustu að
því að þróa verkfæri og vörur sem leiða til sýnilegrar og áþreifanlegrar þátttöku gesta og
ferðaþjónustuaðila í verndun og endurnýjun samfélagslegra og náttúrulegra auðlinda. Þannig er sjónum
beint að því hvernig lítil fyrirtæki í heimabyggð geta stutt við sdamfélag og nærumhverfi, bæði á
almennan hátt, sem virkur þátttakandi í samfélagslegri uppbyggingu, en líka sértækan með því að táka
þátt í þeim almennu sjónarmiðum sem samfélagið starfar eftir.
Forsendur nærandi ferðaþjónustu eru velsæld og jafnvægi. Fólk, þ.m.t. starfsfólk og rekstraraðilar
ferðaþjónustufyrirtækja, er órjúfanlegur hluti af náttúrulegu og samfélagslegu samhengi. Markmiðið er
að ferðaþjónustan og viðskiptavinir hennar hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og að rekstur
fyrirtækjanna og framboð afþreyingar og þjónustu geri gestum áfangastaðarins kleift og ljúft að næra
áfangastaðinn til framtíðar.
Allar nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér og við hvetjum