fbpx
Íslenski ferðaklasinn er verkefnadrifið
samstarf ólíkra fyrirtækja
UM OKKUR

Íslenski ferðaklasinn var stofnaður 12.mars 2015 á fjölmennum stofnfundi sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura.

Stofnun Íslenska ferðaklasans markar tímamót og nýbreytni í íslenskri ferðaþjónustu.

Klasasamstarfið er hrein viðbót við þá starfsemi sem unnin er á sviði ferðamála, s.s. eins og hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu, svo dæmi séu nefnd, og kemur ekki í stað þeirra. Þvert á móti mun klasinn stuðla að auknu samstarfi við þessa aðila sem og aðra um land allt. Hér er um að ræða þverfaglegt samstarf sem styrkir og eflir greinina með markvissum hætti.

HLUTVERK

Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu og til að ná þeim árangri mun félagið einbeita sér að eftirfarandi þáttum:

  • Efla og styrkja samvinnu og samstarf
  • Stórefla hverskonar nýsköpun á sviði ferðaþjónustu
  • Stuðla að aukinni fagmennsku og gæðum
  • Efla innviði greinarinnar

Íslenski ferðaklasinn hyggst ná markmiðum sínum með skilgreindum verkefnamiðuðu samstarfi.

Ásta
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Framkvæmdastjóri / Klasastjóri

861-7595

unnamed (1)
Rakel
Theodórsdóttir
Verkefnastjóri

664-3122