fbpx

Iceland Travel Tech
10. maí 2019 í Hörpu

IcelandTravelTech er sameiginlegt verkefni Íslenska ferðaklasans og Ferðamálastofu sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu. Verkefnið er einnig unnið í nánu samstarfi við þróunar- og nýsköpunarhóp Ferðaklasans sem samanstendur af sjö sérfræðingum úr ferðaþjónustunni.

Samhliða sýningunni fer fram fyrirlestrarröðin SAFx sem mun að þessu sinni einblýna á stafræna markaðssetningu og lausnir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að skara framúr. Skráning á báða viðburði fer fram hér.

Sjá IcelandTravelTech viðburð hér.

Sjá SAFx viðburð hér.

 

IcelandTravelTech EXPO

IcelandTravelTech expo er sýning sem fram fer í Hörpu þann 10. maí næstkomandi. En sýningin er leið fyrir tæknifyrirtæki til þess að kynna sína starfsemi fyrir fyrirtækjum í ferðaþjónustunni. Með því að tengja ferðaþjónustuna við þær tæknilausnir sem í boði eru leitumst við að auka tækni í greininni og stuðla þar með að framsæknari atvinnugrein, öllum til hagsbóta.

Verð fyrir gesti er 3.900 kr.

Verð fyrir bás er 27.000kr. á fermetra en hægt er að bóka allt uppí 20 fermetra. Ef óskað er eftir stærra rými en það er fyrirtækjum bent á að hafa samband á netfangið arni@icelandtourism.is

Fyrir hvern er IcelandTravelTech?

Sýnendur

Þeir sem bjóða uppá hverskyns lausnir, tækni eða þjónustu sem á einhvern hátt auðveldar aðilum sem veita ferðamönnum þjónustu sína vinnu.  Sýnendur eru á breiðu bili allt frá því að vera með hátækni lausnir til þess að vera með aðferðir og hugmyndafræði sem gengur út á gæða þjónustu og upplifun fyrir gesti með bættri tækni og lausnum.

Ef þú ert aðili sem býður uppá lausn eða þjónustu sem flýtir fyrir mannaflsfrekum ferlum, eykur möguleika á bættri þjónustu, þekkir leiðir til að hámarka framlegð með aukinni tækni, sérfræðiþekking á stafrænni markaðssetningu eða öðrum stafrænum lausnum, hugbúnaðarlausnum, bókunarlausnum, leiðum til að auka öryggi ferðamanna með bættri tækni, koma upplýsingum á framfæri á skemmri tíma og eða hvað annað sem eykur með einhverjum hætti samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu – þá á þitt fyrirtæki erindi á IcelandTravelTech.

 

ITT-teikningar2019

 

Lokað hefur verið fyrir skráningar sýnenda á IcelandTravelTech 2019 – Fylgstu með skráningum vegna 2020

 

Þátttakendur

Ef þú rekur eða ert starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki og hefur áhuga á því að komast í fremstu röð í að nýta þær lausnir og þá tækni sem í boði er, þá mælum við með því að þú missir ekki af heimsókn í Hörpu þann 10. maí. Ísland á möguleika á því að skara framúr þegar kemur að nýjum aðferðum og lausnum við að gera upplifun og gæði þjónustu framúrskarandi. Sérstaða Íslands þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlakrafti er einstök en ekki sjálfsögð. Til að geta nýtt okkur þá þekkingu og reynslu sem til staðar er þurfa aðilar að vinna með breytingunum, vera hluti af þeim og leiða þá mikilvægu þróun sem er óhjákvæmileg en á sama tíma stærsta einstaka tækifærið í að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og gera sjálfbærni í rekstri og stýringu gesta mögulega.

Sýningin verður brotinn upp með áhugaverðum fyrirlestrum yfir daginn en einnig mun aðilum gefast kostur á að bóka stutt viðtöl við þá sýnendur sem þeir hafa hvað mestan áhuga á.

Dagskrá SAFx 2019 – 10.maí kl 8:30 í Kaldalóni

Í sporum ferðamannsins – hvernig leiðbeina má ferðamanninum í gegnum ferðahringrásina og til þín

Helgi Þór Jónsson ráðgjafi og framkvæmdastjóri Sponta
www.sponta.is

Hvað er í boði í Google svítunni – lásí eða lúxus?

Soffía Þórðardóttir framkvæmdastjóri ferðalausna hjá Origo
www.origo.is

Heiðarleiki, hjarta og upplifun – hvernig nær lítið fyrirtæki athygli í stórum stafrænum heimi?

Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland
www.pinkiceland.is

Netagerðarhlé

Snjallbirtingar fyrir snjalla öld – að nýta gögn, sjálfvirkni, mælingar og tækni til að ná árangri

Hörður Kristófer Bergsson sérfræðingur í starfrænni markaðssetningu hjá Datera snjallbirtingarhúsi
www.datera.is

Eitt myndband getur sagt meira en 30 þúsund orð

Ásthildur Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Sahara
www.sahara.is

Ísland: Stafrænn sandkassi – mótun framtíðarlausna í ferðaþjónustu

Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri á sviði stafrænnar ferðaþjónustu hjá Ferðamálastofu.
www.ferdamalastofa.is

11:00 Formleg opun á sýningunni IcelandTravelTech sem fram fer í Flóa, 1.hæð Hörpu. 

Hér geta þátttakendur skráð sig

Allt milli himins og jarðar, hvað á að gera við alla þessa tækni? 

Stutt erindi frá sýnendum

10.maí kl 14:00 – 16:00 í Flóa, sýningasvæði IcelandTravelTech

Meðal efnis í erindum verður sjónum beint að samspili tækni og þjónustu, stafræn ferðahandbók kynnt til sögunnar, mikilvægi greiðslulausna fyrir mismunandi markaðssvæði, hvernig við glæðum sögur lífi, sjálfvirk innheimta og leiðsögumenn framtíðarinnar með tengingu við gervigreind og sýndarveruleika, svo eitthvað sé nefnt.

Við mælum með að gestir doki við á sýningasvæðinu milli kl 14 – 16.

Léttar kaffiveitingar verða kl 15:00.

 

Söluaðili:
Íslenski Ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík,@ icelandtourism@icelandtourism.is, s:519-2515
Íslenski ferðaklasinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar pantanir og eða sala er afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun.
Verð á vöru og þjónustu
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk
Að skipta og skila vöru
Ekki er hægt að endurgreiða miða eða þjónustu sem greitt er fyrir í vefverslun vegna viðburða á vegum Íslenska ferðaklasans.
Tekið er frá greiðslum frá:


Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Gull samstarfsaðili 400.000kr (uppselt)
 • Logo á markaðsefni og umfjöllun á heimasíðu
 • Tímabundin aðild að Ferðaklasanum til 31. desember 2019.
 • Frítt inn fyrir 25 starfsmenn.
 • 20 m2 bás á áberandi stað á sýningunni.
 • Hugsanlegir fyrirlesarar, kynning á starfseminni, tillöguréttur að skipulagi.
Silfur samstarfsaðili 200.000kr  (tvö laus pláss)
 • Logo á markaðsefni.
 • Tímabundin aðild að Ferðaklasanum til 31. desember 2019.
 • 10 m2 bás á sýningunni
 • Stutt erindi í miðju rými (9-11mín)
Brons samstarfsaðili 100.000kr (uppselt)
 • Logo á markaðsefni.
 • Tímabundin aðild að Ferðaklasanum til 31. desember 2019.
 • 5 m2 bás á sýningunni
 • Stutt erindi í miðju rými (5-7mín)
Frumkvöðlafermeterinn – sérstakur samningur við þátttakendur í Startup Tourism.

Umgjörð og skipulag

Sýnendur þurfa að greiða 50% staðfestingargjald fyrir 25.apríl næstkomandi. Eftir það er innheimt fullt gjald þó aðili hætti við.

Innifalið í sýningarými er aðgangur að rafmagni og þráðlausu neti. Sýnendur þurfa sjálfir að hanna sinn sýningabás en hægt er að leigja borð og aðra fylgihluti ýmisst á staðnum í Hörpu eða hjá öðrum aðilum. Mælum við með Sýningakerfum, Merkingu og Recon. Vanti þínu fyrirtæki aðstoð við hönnun á markaðsefni eða heimasíðu mælum við með viðtali við Ferðavefi sem munu bjóða sérstök kjör til sýnenda.

Afhverju að gerast samstarfsaðili að IcelandTravelTech árið 2019?

IcelandTravelTech er fyrsta sýning og fyrirlestraröð sinnar tegundar sem haldin hefur verið á Íslandi. Með þátttöku öflugra samstarfsaðila gefst skipuleggjendum tækifæri til þess að gera einstakan viðburð sem eftir verður tekið víða um heim. Ísland á alla möguleika á því að vera í fremstu röð þegar kemur að tækni, þekkingar uppbyggingu og hugvitsdrifnum lausnum. Við stöndum frammi fyrir því að framlegð er lág, samkeppnisskilyrði erfið og ytri aðstæður oft á tíðum óhagstæð íslenskum útflutningsfyrirtækjum. Með öflugri sókn í tækni og leiðum til að auka upplifun og gæða þjónustu með minni tilkostnaði getur íslensk ferðaþjónusta staðið fremst í flokki á heimsvísu. Þetta þarf samhent átak framsýnna aðila sem við höfum fulla trú á að séu þarna úti og sjái hag sinn í að koma að því að gera Ísland að misðtöð fyrir tæknilausnir og framúrskarandi þjónustu.

Vertu hluti af byltingunni og þeim breytingum sem hafnar eru – Komdu um borð og byrjaðu þessa vegferð með okkur.

Næsta IcelandTravelTech verður haldið í Hörpu 8. maí 2020.