fbpx

Ferðaþjónusta er nú í dauðafæri til að ræsa sínar mikilvægu vélar að nýju þegar sér fyrir endan á heimsfaraldri og himnarnir opnast á ný. Verum ekki bara viðbúin því sem kemur heldur ákveðum hvert við viljum fara og á hvaða forsendum. Tækifæri til sóknar á forsendum áfangastaðanna sjálfra hefur aldrei verið eins mikið og aðkallandi. Sameiginlega tökumst við á við áskoranirnar framundan og saman munum við fagna komandi sigrum.

 

Ljóst er að fyrirtæki í virðiskeðju ferðaþjónustunnar hafa verið í miklum ólgusjó sem vonandi fer að sjá fyrir endann á. Á næstu vikum og mánuðum er lykilatriði að halda fast um taumana, nýta sér þau úrræði sem í boði eru af hendi stjórnvalda ásamt því að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins.

 

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningi frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins.

 

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir. Listi yfir mögulega efnisþætti er að finna inní umsóknarforminu hér. 

Meðal efnisþátta sem verða í boði eru:

 • Nýsköpun og vöruþróun
 • Markaðsmál og markhópar
 • Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
 • Breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn
 • Draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning
 • Heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?
 • Jákvæð sálfræði
 • Breytingastjórnun
 • Vörumerkjastjórnun
 • Endurhugsaðu viðskiptamódelið
 • Skapandi hugsun sem verkfæri til framfara
 • Samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.

Meðal helsta ávinnings sem núverandi fyrirtæki í Ratsjánni nefna með þátttöku sinni í verkefninu er:

 • Skerpt á fókus á þeim atriðum sem þarf að huga að núna til skemmri tíma
 • Gefið þér ný verkfæri til að vinna með inní nýjan veruleika
 • Hjálpað þér að kafa í kjarnann á þínu fyrirtæki og endurskipulagt ferla
 • Gefið þér vísbendingar um hvar í rekstri þarf að endurhugsa til framtíðar þegar hjólin snúast á ný
 • Gefið þér tækifæri á að spegla þig meðal jafningja sem eru í sömu stöðu
 • Komið auga á ný viðskiptatækifæri með hjálp vörþróunar og nýsköpunar
 • Þjálfað þig og lykilstjórnendur í breytingastjórnun, aukinni sjálfbærni og nýjum leiðum til stafrænnar vegferðar.
 • Stóraukið tengslanetið og samstarf aðila á milli

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars og verkefnið hefst með kynningafundi 13. apríl kl 15:00. Ratsjáin hefst svo formlega 20. apríl og lýkur 6. Október með hléi yfir sumarmánuði.  Ratsjáin samanstendur af 7 lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf.

Þátttökugjald í Ratsjána er 20.000 kr per fyrirtæki.  

 

Ratsjáin var fyrst keyrð í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 en með stuðningi frá Byggðaáætlun frá 2019. Í ljósi breyttra tíma mun Ratsjáin 2021 miða að því að vera svæðisbundin en samtengd í senn og er því töluvert frábrugðin hefðbundna verkefninu. Það sem þó tengir þau saman fyrir utan nafnið sjálft er hugmyndafræðin að baki en það allra mikilvægasta er að þátttakendur kynnist hver öðrum, geti miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og myndi með sér samstarf og tengslanet sem þau búa að löngu eftir að verkefninu líkur.  

Sækja um hér

 

Þáttakendur í Ratsjánni 2016 sem fram fór á öllu landinu

Iceland Rovers (Suðurland)

Hótel Gullfoss (Suðurland)

Nonni Travel (Norðurland)

Óbyggðasetur Íslands (Austurland)

Húsið – Guesthouse (Suðurland)

Hvítárbakki Gistihús (Vesturland)

Travel East (Austurland)

Elding – Hvalaskoðun Akureyrar (Norðurland)

Þáttakendur í Ratsjánni 2017 sem fram fór á Austurlandi

Farfuglaheimilið Hafaldan

Laugarfell

Ferðaþjónustan Álfheimar

Húsahótel

Sölumiðstöð Húss Handanna

Hildibrand

Gistihúsið – Lake Hótel Egilsstöðum

Þátttakendur í Ratsjánni 2018 sem fram fór á Vestfjörðum

Engjavegur

Vesturferðir

Skútusiglingar

Edinborg – Gistihús

Fisherman

Þátttakendur í Ratsjánni 2019 sem fram fór á Norðurlandi vestra

Selasigling ehf

Ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum

Spíra ehf

Ferðaskrifstofan Seal Travel

Skíðasvæðið Tindastóli

Þátttakendur í Ratsjánni 2019 sem fram fór á Reykjanesi

Urta

4×4

Reykjanes Tours

Eldey Hotel

Garðskagi

Hvíti Kastalinn

Hjá Höllu

Þátttakendur í Ratsjánni 2020 sem fram fór á Norðurlandi eystra

Húsavík Cape Hotel

Akureyri Whale Watching

Arctic Trip

Snow Dogs ehf.

Saltvík ehf.

Kaffi Kú

Verbúðin 66