Ratsjáin

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var sett af stað 16.september 2016. Fulltrúar átta starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, alls staðar af  landinu taka þátt í Ratsjánni.  Ratsjáin fer þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar. Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða reynslu af  þjónustu við ferðamenn og því geta stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru ráðgjafar á staðnum til leiðbeiningar í hvert sinn.  

Verkefnið byggir upphaflega á finnskri fyrirmynd sem Íslandsstofa tók upp sem Spegilinn og þótti takast vel til. Ratsjáin er að nokkru byggð á þeirri hugmyndafræði auk annarra  stuðningsverkefna sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir s.s Skapandi ferðaþjónusta. Þá gangast allir þátttakendur undir sjálfsmat sem kallast Innovation Health Check og er framkvæmt af ráðgjöfum Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir hvern og einn fund.  

Markmið Ratsjánnar er að auka innsýn þátttakenda í rekstur og innviði fyrirtækja með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin.

Úrbótatillögur sem unnar eru á jafningjagrundvelli hinna þátttakendanna byggja á greiningum sem mótaðar eru með ýmsum viðskiptatólum s.s SVÓT, fimm krafta líkani Porters, Ansoff, Buisness Model Canvas ofl. Mikilvægast er þó að tillögurnar byggja á gríðarlega mikilli þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og samanlagðri áratugareynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja.

Bakjarlar að Ratsjánni eru  Ferðamálastofa, Valitor, Landsbankinn og Félag ferðaþjónustubænda.

Þau fyrirætki sem taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2016 – 2017 eru:

  • Hótel Gullfoss
  • Nonni Travel er ferðaskrifstofa staðsett á Akureyri.
  • Hvítárbakki er Gistiheimili í Borgarfirði.
  • Travel East er ferðaskrifstofa staðsett á Breiðsdalsvík
  • Hvalaskoðun Akureyrar er fjölskyldufyrirtæki og dótturfyrirtæki Eldingar.
  • Óbyggðasetur Íslands er metnaðarfull sýning, gististaður og upplifurnarferðaþjónusta staðsett í Fljótsdal
  • Húsið Guestehouse er gistiheimili í Fljótshlíðinni.
  • Iceland Rovers sérhæfir sig í að búa til réttu jeppaferðina. Iceland Rovers er dótturfyrirtæki Iceland Mountaineers og er því byggt á traustum grunni.