fbpx

Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

 

Ratsjáin fer þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar. Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða reynslu af  þjónustu við ferðamenn og því geta stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru ráðgjafar á staðnum til leiðbeiningar í hvert sinn.

Markmið Ratsjánnar er að auka innsýn þátttakenda í rekstur og innviði fyrirtækja með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin.

Úrbótatillögur sem unnar eru á jafningjagrundvelli hinna þátttakendanna byggja á greiningum sem mótaðar eru með ýmsum viðskiptatólum s.s SVÓT, fimm krafta líkani Porters, Ansoff, Buisness Model Canvas ofl. Mikilvægast er þó að tillögurnar byggja á gríðarlega mikilli þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og samanlagðri áratugareynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja.

Ferlið gengur þannig fyrir sig að öll fyrirtækin eru tekin út í svokallað nýsköpunar heilsu og hæfni mat þar sem þátttakendur fara í gegnum spurningalista og leggja mat á rekstur sinn út frá þekkingu, hæfni til tækniþekkingar, nýsköpunar og annars sem máli skiptir. Þetta mat er síðan notað til grundvallar í heimsókn sem þátttakendur fara í til hvers og eins þar sem farið er dýpra í hvert málefni fyrir sig og unnið með raunveruleg dæmi.

Þáttakendur í Ratsjánni 2016 sem fram fór á öllu landinu

Iceland Rovers (Suðurland)

Hótel Gullfoss (Suðurland)

Nonni Travel (Norðurland)

Óbyggðasetur Íslands (Austurland)

Húsið – Guesthouse (Suðurland)

Hvítárbakki Gistihús (Vesturland)

Travel East (Austurland)

Elding – Hvalaskoðun Akureyrar (Norðurland)

Þáttakendur í Ratsjánni 2017 sem fram fór á Austurlandi

Farfuglaheimilið Hafaldan

Laugarfell

Ferðaþjónustan Álfheimar

Húsahótel

Sölumiðstöð Húss Handanna

Hildibrand

Gistihúsið – Lake Hótel Egilsstöðum

Þátttakendur í Ratsjánni 2018 sem fram fór á Vestfjörðum

Engjavegur

Vesturferðir

Skútusiglingar

Edinborg – Gistihús

Fisherman

Þátttakendur í Ratsjánni 2020 sem fram fór á Norðurlandi eystra

Húsavík Cape Hotel

Akureyri Whale Watching

Arctic Trip

Snow Dogs ehf.

Saltvík ehf.

Kaffi Kú

Verbúðin 66