fbpx

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans 2019

Í vikunni var aðalfundur Íslenska ferðaklasans haldinn í Húsi ferðaklasans að Fiskislóð 10.

Þuríður Aradóttir Braun var fundarstjóri

Fráfarandi stjórn Íslenska ferðaklasans starfsárið 2018 – 2019:
Sævar Skaptason frá Hey Iceland, formaður
Elín Árnadóttir frá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir til vara
Daði Már Steinþórsson frá Valitor, Pétur Pétursson til vara
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hjá Íslandsbanka, Bjarnólfur Lárusson til vara
Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair Hotels fyrir Iclandair Group
Þorsteinn Hjaltason hjá Landsbankanum, Davíð Björnsson til vara
Helga Árnadóttir hjá Bláa Lóninu, Bergrún Björnsdóttir til vara
Helgi Jóhannesson hjá LEX lögmannsstofu
Rannveig Grétarsdóttir frá  Eldingu.
Ný stjórn starfsárið 2019 – 2020:
Helga Árnadóttir – til vara Bergrún Björnsdóttir, Bláa Lónið
Árni Gunnarsson, Icelandair Group,
Hjörtur Þór Steindórsson, – til vara Sölvi Sturluson, Íslandsbanki
Elín Árnadóttir, – til vara Hrönn Ingólfsdóttir Isavia
Þorsteinn Hjaltason, – til vara Davíð Björnsson, Landsbankinn
Daði Már Steinþórsson, – til vara Pétur Pétursson  Valitor
Sævar Skaptason, HEY Iceland
Helgi Jóhannesson, Lex lögmenn
Rannveig Grétarsdóttir, Elding
Nýjir aðilar í stjórn ferðaklasans eru þeir Árni Gunnarsson f.h. Icelandair Group, Hjörtur Þór Steindórsson frá Íslandsbanka og Sölvi Sturluson til vara.
Við viljum þakka Kristínu Hrönn, Bjarnólfi Lárussyni og Hildi Ómarsdóttur kærlega fyrir sérlega góða samvinnu á undanförnum árum.

 

Hér að neðan má lesa skilaboð frá Sævari Skaptasyni, stjórnarformanni klasans.

 

Kæru félagar.

 

Okkur í ferðaþjónustunni hefur verið tíðrætt um svokallaðar blikur á lofti síðustu misserin sem sannarlega hefur verið tilefni til og aðstæður á erlendum mörkuðum sem og rekstrarumhvefi fyrirtækjanna hér heima sannarlega umhugsunarefni.  Það er staðreynd að á sama tíma og rekstarkostnaður eykst að þá lækka tekjur og fyrirtækin standa uppi með að reyna með misjöfnum mætti að brúa þetta gap.

Hlutverk Íslenska ferðaklasans og tilgangur hans er að efla samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og finna með þeim leiðir til að auka verðmætasköpun og virðisauka. Það hefur því verið mikið keppikefli á liðnu starfsári að vinna að verkefnum og koma á framfæri verkfærum og þekkingu sem hjálpar fyrirtækjunum og gefur þeim efnivið í þessa brúarsmíði.

Komandi sumar og jafnvel það sem eftir lifir af 2019 mun reyna á marga litla aðila sem hafa staðið ferðaþjónustuvaktina í gríðar miklum vexti á síðustu árum. Það verkefni sem stendur uppúr meðal flestra fyrirtækja er að finna sinn sanna tilgang, hver þeirra sérstaða er umfram aðra og ná böndum á kjarna starfsemi sína. Það verkefni verður ekki endilega auðvelt en það er gerlegt og vettvangur eins og sá sem Íslenski ferðaklasinn hefur uppá að bjóða einmitt sá sem aðilar í markvissri sókn og með metnað til að gera enn betur ættu að nýta sér til fulls.

Það merkilega við áskoranir er að þær eiga það til að kalla fram samstöðu og samvinnu aðila sem alla jafna vinna ekki saman eða sjá ekki skýran tilgang með slíku samstarfi.  Vettvangur klasans hefur á starfsárinu sýnt enn á ný hversu mikilvæg þverfagleg og breið samstaða ólíkra aðila sem saman mynda virðiskeðju ferðaþjónustunnar er.

Helstu tækifærin eins og oft áður felast í að leysa úr áskorunum sem framundan eru og þau fyrirtæki sem gera það best eru þau sem koma til með að ná lengst. Framundan er gjörbreyting á ferðahegðun fólks með tillliti til kolefnafótspors og sjálfbærni þeirra áfangastaða sem heimsóttir eru. Ef við, íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og samfélagið allt tökum höndum saman um að stuðla að sjáfbærni og ábyrgð í öllum okkar gjörðum og viðskiptum, þá er leiðin greið.

Framundan er langtíma verkefni þar sem við byggjum upp samband við viðskiptavini okkar á þeirra forsendum, þar sem þeirra kröfur um umhverfisstjórnun og ábyrgð verður mætt og þar sem við hámörkum alla stýringu og verndun á íslenskri náttúru. Það gæti farið svo að það  verði eitthvað færri ferðamenn sem sækja okkur heim á næstu árum sökum hærra verðlags en það verður á réttum forsendum og mjög líklega með betri rekstarafkomu fyrirtækja þar sem við fáum gesti til að dvelja lengur, upplifa meira og kunna að meta það sem þau fá.

 

Ferðaklasinn vill þakka öllum samstarfsaðilum og aðildarfyrirtækjum kærlega fyrir samstarfið á starfsárinu