fbpx

ÍSLENSKI FERÐAKLASINN

Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni
og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónstu.

Iceland Travel Tech

IcelandTravelTech er sameiginlegt verkefni Íslenska ferðaklasans og Ferðamálastofu sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.

Ábyrg Ferðaþjónusta

Hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Facebook

Við kætumst dátt þegar klasafélagar okkar gera gott mót!

Hér er frábært dæmi um slíkt - Kolefnissporareiknivél sem þróuð var af EFLA og OR - Orkuveita Reykjavíkur þar sem Kevin Joseph Dillman (Geogardens vinur okkar ) var m.a hluti af samstarfshópnum.

Check out the new carbon footprint calculator built up by our cluster members - Awesome work! 👇✨🌱

Reiknaðu kolefnissporið þitt
Reiknaðu kolefnissporið þitt og fáðu upplýsingar um hvernig þú getur minnkað það
... See MoreSee Less

View on Facebook

1 week ago

Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism

Það er afar lýsandi að byrja fyrsta heimafund á morgun fyrir Ratsjáin - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustusi /Ratsjáin - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu á Garðskagavita. 💫 ... See MoreSee Less

View on Facebook

Í gær lauk formlega 12 vikna verkefninu okkar sem kallast Virkjum hugvitið og var unnið með stuðningi Atvinnuvegaráðuneyti: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka.

Verkefnið, eins og mörg af okkar góðu verkefnum fór auðvitað langt fram úr væntingum okkar sem framkvæmdaaðila og enn og aftur er það fólkið - þátttakendur sem algjörlega bera af. ✨

Virkjum hugvitið fór af stað þann 21.ágúst með vinnustofu í umsjón Hjörtur Smárason - Þar á eftir komu tvær vinnusmiðjur í umsjón Svava Björk Ólafsdóttir og tvær á vegum Helgi Þór Jónsson. Heather Thorkelson stýrði vinnustofunni How to bulletproof your business og Daði Guðjónsson fræddi þátttakendur um mismunandi markhópa sem Íslandsstofa hefur skilgreint sérstaklega. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir frá Icelandic Startups fór með hópinn í gegnum Viðskiptamódelið / Business Model Canvas og Hulda Birna Baldursdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóð fyrir frábærri vinnustofu um stafræna markaðssetningu og miðlun. Loka hnykkur á prógramminu var síðan kynning frá Hanna Kristín Skaftadóttir / Poppins & Partners sem fræddi þátttakendur um styrkjaumhverfið á Íslandi og hvernig mætti ná sem bestum árangri í umsóknum.

Umsóknir í verkefnið voru 90 talsins en alls voru 40 aðilum með viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu boðið að virkja hugvitið, 20 aðilum var boðin sérstök vinnuaðstaða í húsi ferðaklasans ásamt ráðgjöf og endurgjöf.

Undir lok mánaðar tókum við einn dag utan skrifstofunnar og lögðum í óvissuna.Við byrjuðum daginn á stórkostlegri heimsókn til FlyOver Iceland og fengum svo nokkra þátttakendur til þess að taka þátt í framkvæmd ferðarinnar án þess að þeir vissu um heildar skipulag dagsins. Þannig var Addý-Ásgerður Einarsdóttir eigandi Turtle Travel Iceland bílstjóri dagsins, Estrid Thorvaldsdottir sá um leiðsögn (án fyrirmæla eða án þess að vita hvert hún væri að fara) auk þess að sjá um hugleiðslu og joga. Herdís Friðriksdóttir frá Understand Iceland tók óhefðbundna leiðsögn um Þingvelli og Hjördís Björnsdóttir frá Úthlíð Ferðaþjónusta bauð í heimsókn.

Um leið og við þökkum öllu þessu frábæra fólki fyrir að leggja hönd á plóg við skipulagið, þátttakendum fyrir innblásinn og gefandi tíma og ráðuneytinu fyrir að hafa trú á verkefninu bjóðum við ykkur að njóta nokkurra mynda frá þessu tímabili.
... See MoreSee Less

View on Facebook
Hús Ferðaklasans

Húsið býður uppá skapandi vinnuumhverfi fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki sem starfa við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu, menningu og listum.

Viðburðir

Komandi Viðburðir

Viðburðir List Navigation

Haustfundur ferðaþjónustunnar

nóvember 14@ 10:00 f.h. - 3:30 e.h.

Haustfundur ferðaþjónustunnar verður haldinn í Sláturhúsinu fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi. Í hádeginu munu brugghús og veitingastaðir á svæðinu kynna vörur sínar og bjóða þátttakendum að smakka. Allir velkomnir! Skráning fer fram á Facebook-viðburðinum hér. Dagskrá: - Jónína Brynjólfsdóttir og María Hjálmarsdóttir kynna þau verkefni sem Austurbrú vinnur að auk uppfærslu á "Áfangastaðaáætlun". - Lilja Rögnvaldsdóttir kynnir ferðavenjukönnun sem fór fram á Egilsstöðum sumarið 2018 en markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um ferðahegðun og útgjaldamynstur ferðamanna á einstökum svæðum yfir…

Flutningalandið Ísland 2019

nóvember 14@ 12:30 e.h. - 3:30 e.h.

Íslenski sjávarklasinn, Samtök atvinnulífsins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efna til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 12.30-15.30. Boðið verður upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá þar sem m.a. verður horft til tækifæra og ógnana framundan í þessari mikilvægu atvinnugrein Íslendinga. Ráðstefnan fer fram í Norðurljósum, dagskrá og skráning hér að neðan. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. DAGSKRÁ 12.30 Opnun Flutningalandsins 2019 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 12.40 Framtíðin Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair…

Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu 2018 með samanburði við fyrri ár

nóvember 22@ 8:30 f.h. - 10:00 f.h.

Á síðasta ári fól Ferðamálastofa KPMG að gera úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöður þóttu áhugaverðar og í kjölfarið skapaðist mikil umræða um stöðu greinarinnar. Vegna óvissu sem var í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar í byrjun árs 2019, m.a. vegna deilna á vinnumarkaði og falls WOW, var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur ársins 2018. Í mars 2019 sendi KPMG fyrirtækjum í ferðaþjónustu beiðni um að veita tiltekna rekstrarupplýsingar. Beiðnin var send í tölvupósti á…

+ Export Events
„Coming together is the beginning, 
Keeping together is progress, 
Working together is success.“ 
Henry Ford
Klasafélagar
Viltu vera félagi ferðaklasans?