fbpx

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærnisögur áfangastaðarins

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fór fram miðvikudaginn 18.janúar fyrir fullu húsi í hátíðarsal Grósku. Viðburðurinn í ár var samstarsverkefni Íslandsstofu og Ferðaklasans en áherslan var á sjálfbærnisögur áfangastaðarins Íslands og nærandi ferðaþjónustu. Þá var viðburðurinn einnig hluti af vel heppnaðir Ferðaþjónustuviku sem fram fór dagana 16. – 18 janúar í samstarfi alls stoðkerfis ferðaþjónustunnar.

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid hóf daginn á því að afhenda hvatningaverðlaun Ábyrgar ferðaþjónustu sem í ár fóru til Bláa lónsins. Sjá má frekari umfjöllun um verðlaunin og rökstuðning hér.

Dagskrá dagsins var þétt en lesa má umfjöllun ásamt því að skoða nokkrar svipmyndir frá viðburðinum hér.