Komdu á trúnó með reynsluboltum í markaðssetningu. Meistara vinnustofan er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og fer fram í stóra…
Dreifum við ferðamönnum eða fjárfestingum? Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa buðu til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í…
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og hefur unnið það á síðasta ári í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á öllu landinu.
Markmiðið er að keyra Ratsjánna af stað á haustmánuðum 2023.
Ratsjáin snertir á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir.
Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar
skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að
Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir
komandi kynslóðir þjóðarinnar.
Markmiðin snúa að þessum fjórum meginþáttum:
- Ganga vel um og virða náttúruna
- Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
- Virða réttindi starfsfólks
- Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið