Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Ratsjáin nýtur einnig stuðnings í gegnum Byggðaáætlun.
Á fyrsta sameiginlega fundi þátttakanda í vikunni var ljóst að mikil þörf er meðal aðila um land allt til að tala meira saman og vinna að lausnum til þess að koma sér hratt og örugglega út úr þeim ólgusjó sem verið hefur síðustu mánuði. Þá var það almenn umræða að það sem skiptir máli á næstu mánuðum er að halda fast um taumana, nýta sér þau úrræði sem í boði eru af hendi stjórnvalda ásamt því að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins. Sumir höfðu einmitt á orði að nú væri ákveðin núllstilling og því tækifæri á að fara í verkefni sem hefði ekki unnist tími til áður.
Ratsjáin byggist á trúnaði milli þátttakenda og jafnframt þeirri nálgun að aðilar séu tilbúnir að meðtaka nýja þekkingu á sama tíma og þeir eru tilbúnir að deila sinni þekkingu og reynslu. Þannig verður til dýnamískur vettvangur fyrir nýsköpun og þróun ásamt því að geta speglað nýjar hugmyndir meðal jafningja.
Það sem er einstakt við núverandi ferli Ratsjánnar er að í umsóknaferlinu völdu þátttakendur sjálfir þau viðfangsefni sem farið verður yfir á þeim sjö sameiginlegu vinnustofum og átta heimafundum sem haldnir verða á sextán vikna tímabili frá janúar til apríl 2021. Þessi viðfangsefni ná allt frá því að rýna í ný viðskiptamódel, markaðsaðgerðir, stafræna hæfni, heilbrigðan rekstur, bætta heimasíðu, sjálfbærni, nýsköpun og vöruþróun, breytingastjórnun, skapandi hugsun, jákvæða sjálfræði og margt fleira sem farið verður yfir.
Hér að neðan má sjá lista af fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Ratsjánni 2021, það er von okkar sem að verkefninu stöndum að þetta ferðalag verði sem ánægjulegast ásamt því að efla, kæta og bæta andann ekki síður en rekstrarlega þekkingu og færni. Eftir allt, er það mannlega hliðin og samskiptin okkar á milli sem eflir seiglu, þrautseigju og kraft til að standa af sér storminn og mæta tvíefld til leiks þegar gesturinn okkar bankar uppá að nýju.
Tanni ferðaþjónusta ehf
Ferðaþjónustan Álfheimar
Óbyggðasetur Íslands
Blábjörg Gistihús ehf
Vök-Baths ehf
Hildibrand og Qeer in Iceland
Skorrahestar ehf
Ferðaþjónustan á Síreksstöðum
Snow Dogs
Háey ehf /Verbúðin 66
Sel-Hótel Mývatn
Akureyri Whale watching
Ásar Guesthouse
AB vefir
Grásteinn guesthouse
Lamb Inn ehf / Öngulsstaðir III sf
Arctic Trip
Kaffi kú
Gísli, Eiríkur, Helgi ehf
Vogafjós
Húsavík Cape Hotel
Baráttan um Ísland – Sýndarveruleiki ehf.
Keldudalur sumarhús
Kakalaskáli
Selasigling ehf.
Vörusmiðja BioPol
Ferðajónustan Brúnastöðum
Brimslóð Atelier
ahsig ehf
Listakot Dóru
Aurora Arktika
Búbíl /Harbour Inn
Travel West ehf. / Westfjords Adventures
Dokkan brugghús ehf
Litlabýli
Borea Adventures
Ævintýradalurinn ehf.
Holt Inn ehf
Fantastic Fjords ehf
Rjómabúið Erpsstaðir
Dalakot
Vínlandssetur ehf
Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf /Dalahyttur
Sjávarpakkhúsið / Hafnargata
Crisscross ehf
Kaja organic ehf / Café Kaja
Blue View ehf
Breið þróunarfélag
Vöttur ehf / Hótel Laxárbakki
Hótel Varmaland
The Freezer ehf
Landnámssetur Íslands ehf
Bjargarsteinn Mathús
Félagsbúið Miðhraun
SS veitingar / Narfeyrarstofa
Útgerðin Ólafsvík
Fransiskus ehf
TSC ehf. Gamla pósthúsið
Sandgerði Cottages
Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport
Reykjanes jarðvangur ses.
Fjorhjolaævintyri
Urta Islandica ehf. (Matarbúðin Nándin)
VK List ehf. KRISTINSSON HANDMADE
Fallastakkur/ Glacierjourney
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf
Icelandic Horseworld / Ice events ehf
Skálholtsstaður
Volcano Trails
Landborgir hf /Landhótel
Nýpugarðar ehf
Brú Guesthouse
Brunnhóll gistiheimili
Bakland að Lágafelli
Reykjadalur Guesthouse
Hlöðueldhúsið / Loki28
Vatnajökulsþjóðgarður
Exploring Iceland ehf
Smiðjan brugghús ehf.
Gistihúsið Álftröð
Hali
Midgard Adventure
Atlantsflug ehf