fbpx

Nordic Food in Tourism 2021 – Erindi ráðstefnunnar

Þann 30. september sl. hélt Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnti þar með afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan fór fram samtímis á Hótel Valaskjálf og í stafrænum heimi og voru um 250 manns sem skráðu sig.

„Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla.“

Hér að neðan má sjá erindin í þeirri röð sem þau birtust á ráðstefnunni

Brynja Laxdal er ein af verkefnastjórum Nordic Food in Tourism. Í þessum fyrirlestri segir Brynja frá verkefninu í víðu samhengi, markmiðum þess og tilgangi

Brynja Laxdal – Nordic food in Tourism, project and resaults 2019-2021

Erik Wolf er þekktur sem einn af upphafsfólki nútíma matarferðaþjónustu og World Food Travel Association. Erik fjallaði um í aðalerindi ráðstefnunnar um framtíð matarferðaþjónustu á norðurslóðum. Hann lagði áherslu á fjóra þætti sem einkennt hafa breytingar og nýsköpun í greininni.

Erik Wolf – The future of Food Tourism

Bard Jerevan var með tvo fyrirlestra á Nordic food in Tourism. Í þessum fyrri af tveimur mun hann kynna fyrir fólki nýja stefnu Noregs í ferðaþjónustu fram til 2030. Í fyrirlestrinum ræddi hann meðal annars um mikilvægi sjálfbærni í norskri ferðaþjónustu. Bard er sérfræðingur í sjálfbærri ferðaþjónustu með yfir 25 ára reynslu þar sem ferðaþjónusta morgundagsins eiga hug hans og hjarta

Bard Jervan – The new National Tourism Strategy for Norway and how food experiences is part of it

Sara Raversi einblýnir á hvernig tækni í matvælaframleiðslu mun móta framtíð matar. Sara er framkvæmdastjóri Future Food Institute og You Can Gtoup þar sem áherslan er á nýsköpun, menntun, rannsóknir, stafræna tækni, hönnun og mat.

Sara Raversi – How will food tech shape the future of food?

Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við Matvæla og næringafræðideild Háskóla Íslands. Vinna hans varðandi fæðuöryggi snertir beint og óbeint marga þætti sem tengjast markmiðum ráðstefnunnar. Fyrirlestur Þórhalls snertir á staðreyndum, hindrunum og hinum ýmsu ásjónum sjálfbærs mataræðis.

Þórhallur Ingi Halldórsson – Towards Sustainable Diets: Facts, Obstacles and Future Perspectives

Birna Ásbjörnsdóttir ræddi um mat og næringu sem lækningu og þær breytingar sem við sjáum fram á í þessum geira. Fyrirlesturinn fjallar um kosti þess fyrir andlega heilsu að neita ákveðinna matvæla og virði þess að neita áfram hefðbundinna matvæla svo sem skyrs.

Birna G. Ásbjörnsdóttir – Food and Nutrition as Medicine

Jonathan Leer er yfirmaður matar og ferðaþjónustu rannsókna í Absalon háskólanum í Hróaskeldu. Í fyrirlestrinum sínum hvetur hann til þess að við endurhugsum hlutverk matarferðaþjónustu og hvetur gesti til að vera sveigjanlegir, ábyrgir og frjóir viðskiptavinir.

Jonatan Leer – Sustainable Food Tourism in the Nordic Region

Dr. Afton Holloran er sjálfstæður ráðgjafi í sjálfbærum matarkerfum og vísindarmaður. Fyrirlestur hennar snýst um að miðla áhrifum loftlagsbreytinga í matarkerfum Norðurlanda ásamt því að greina frá því hvernig matur hefur áhrif alla virðiskeðjuna, frá framleiðslu til neytenda.

Dr. Afton Holloran – Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems

Seinni fyrirlestur Bard Jerevan sem fjallar um það hvernig atferlishönnun getur nýst sem tæki til að örva verðmætasköpun í nærsamfélaginu. Bard er sérfræðingur í sjálfbærri ferðaþjónustu með yfir 25 ára reynslu þar sem ferðaþjónusta morgundagsins eiga hug hans og hjarta

Bard Jerevan – How can Behaviour Design and nudging be used to stimulate local value creation and sustainability?

Daniel Byström var síðasti fyrirlesarinn á Nordic food in Tourism. Daniel lagði áherslu á hönnunarhugsun í tengslum við ábyrga stjórnun ferðamannastaða og áfangastaðaþróanir. Á meðan norðurlöndin eru þekkt fyrir innanhús og húgagna hönnun þá vill Daniel skoða upplifunarhönnun á norrænum ferðamannastöðum. Daniel hefur starfað náið með Visit Austurland og hefur haldið nánum tengslum við Austurland í sinni vinnu. Hann er um þessar mundir varaformaður stjórnar Design Sweden og í stjórn Form/Design Center og Svensk Form Syd og er gesta prófessor í húsgagnahönnun hjá háskólanum í Jönköping.

Daniel Byström – Visitor´s Journey and Design Thinking