fbpx

What Works in Tourism

Áhrif heims­far­ald­urs­ins hafa varpað skýru ljósi á að ferðaþjón­ust­an er ekki ein­ung­is mik­il­væg í efna­hags­legu til­liti, held­ur er hún drif­kraft­ur fram­fara víðsveg­ar um heim. Ráðstefn­an What Works er á veg­um Social Progress Im­perati­ve-stofn­un­ar­inn­ar (SPI) og fyr­ir­tæk­is­ins Cognitio, full­trúa henn­ar hér á landi.

Í ár verður ráðstefn­an hald­in í sam­vinnu við Íslenska ferðaklas­ann og af því tilefni er sjón­um beint að ferðaþjón­ust­unni. Fjöldi stuðningsaðila kem­ur að ráðstefn­unni. Má þar helst nefna for­sæt­is­ráðuneytið, World Tra­vel and Tourism Council, Ferðamála­stofu, Icelanda­ir, Lands­bank­ann, Markaðsstofu Reykja­ness, Há­skóla Íslands, Kadeco, Lands­virkj­un, Viðskiptaráð og Ice­land Monitor.

Seiglan og nýsköpunin í ferðaþjónustunni gerir það að verkum að greinin mun ná sér á strik aftur og margir eru farnir að ferðast á ný. Þá er spurningin hvernig tekst okkur að snúa þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 í tækifæri fyrir ferðaþjónustuna til uppbyggingar á sjálfbæran hátt. Hvernig getum við stuðlað að því að félagslegir og umhverfishvatar séu í hjarta enduruppbyggingarinnar.

Hér má lesa umfjöllun um ráðstefnuna í tveimur viðtölum að undanförnu,

Hvað virkar í ferðaþjónustu? Rósbjörg Jónsdóttir mbl  (3.október)

„Líkt og áður verður á ráðstefn­unni horft til þeirra þátta sem virka þegar sam­fé­lög eru byggð upp og „hvernig er hægt að skapa fólki tæki­færi til að lifa því lífi sem það kýs að lifa“, að sögn Rós­bjarg­ar. „Hvaða áhrif hef­ur ferðaþjón­ust­an á fé­lags­leg­ar fram­far­ir? Hún hef­ur meðal ann­ars um­tals­verð áhrif á upp­bygg­ingu innviða, skap­ar tæki­færi fyr­ir alla, þar sem fjöl­breyti­leik­inn er til staðar og er at­vinnu­skap­andi,“ seg­ir Rós­björg og bæt­ir við: „Ferðaþjón­ust­an er og verður drif­kraft­ur, drif­in áfram af fólki fyr­ir fólk sem sæk­ist eft­ir ein­stakri upp­lif­un og framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Það er því mik­il­vægt að ígrunda hvernig fram­kvæma má slíka upp­lif­un með þætti sjálf­bærni að leiðarljósi.“

What Works Tourism-ráðstefn­an mun horfa á áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar í alþjóðlegu sam­hengi þar sem verða fyr­ir­lestr­ar, sam­töl sér­fræðinga og vinnu­stof­ur. Lagðar verða fram til­lög­ur að úr­lausn­um og leiðum til ár­ang­urs.

Ferðaþjónusta í breyttri heimsmynd – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir mbl (9.október)

„Ferðaþjón­ust­an er, eins og við segj­um alltaf, fram­kvæmd af fólki fyr­ir fólk og þó svo að við séum alltaf að hugsa um nýj­ar og snerti­laus­ar lausn­ir þá, í lok dags, snýst þetta alltaf um fólk að veita þjón­ustu og ein­staka upp­lif­un.“

Þá hafi heims­far­ald­ur­inn tíma­bundið gert rekstr­ar­um­hverfi grein­ar­inn­ar nán­ast óbæri­legt.

„Við erum að sjá það að það er ekki ein­ung­is fjár­hags­leg­ur vandi sem stjórn­end­ur í ferðaþjón­ustu standa frammi fyr­ir held­ur er líka erfitt fyr­ir mörg ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki að fá starfs­menn aft­ur inn í grein­ina. Það er bæði ótti um að svona geti gerst aft­ur og starfs­ör­yggi sé ekki tryggt,“ seg­ir hún. Þar að auki sé verið að biðja þá starfs­menn um að vera „fram­ar í víg­lín­unni“ með því að vera inn­an um fólk sem er ný­lega komið hingað til lands.

Heims­far­ald­ur­inn er þó ekki eina áskor­un­in sem ferðaþjón­ust­an hef­ur staðið frammi fyr­ir, enda er ljóst að lofts­lags­vá­in mun hafa enn meiri áhrif á grein­ina en hún hef­ur hingað til. Ásta seg­ir Íslenska ferðaklas­ann mikið rætt lausn­ir og á ráðstefn­unni verði sér­stakt er­indi til­einkað framtíðinni.

Skráning á ráðstefnuna er í fullum gangi en við biðjum klasafélga okkar um að hafa samband við okkur (arni@icelandtourism.is) ef þið hafið áhuga á því að skrá ykkur á ráðstefnuna. Hér er ekki einungis um enn eina ráðstefnuna að ræða heldur virkilega góða endurmenntun, tengslamyndun og þekkingayfirfærslu milli aðila í greininni sem er okkur svo mikilvæg á þessari stundu.

DAGSKRÁ MÁ SJÁ HÉR