fbpx

Málfundur Íslandsbanka og Ferðaklasans

Í dag stóð Íslandsbanki fyrir kynningarfundi í samstarfi við Íslenska ferðaklasann í tilefni af útgáfu skýrslu sem bankinn var að gefa út um íslenska ferðaþjónustu. Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynntu skýrsluna ásamt því að Ásta Kristín framkvæmdastjóri ferðaklasans stýrði pallborðsumræðum um stöðu ferðaþjónustunnar og það sem framundan er. Þar sátu fyrir svörum Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður Verslunar og þjónustu hjá Íslandsbanka, Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Til umræðu var meðal annars tekjuleki úr íslensku hagkerfi, bætt rekstarhæfi fyrirtækja og tækifæri í stafrænni tækni í ferðaþjónustu. Þetta ásamt fjörugum umræðum um aðgangsstýringu  og íslensku krónuna má finna í upptökum frá fundinum hér.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.