fbpx

Viðbrögð og aðgerðir í kjölfar Covid-19

Viðbrögð og aðgerðir í kjölfar Covid- 19

Þann 31. ágúst- 10. september sendi Íslenski ferðaklasinn könnun til hundrað fyrirtækja í ferðaþjónustu til að kanna viðbrögð og aðgerðir í kjölfar Covid-19 faraldursins. Könnunin er önnur könnunin sem við framkvæmum frá því að Covid fór að hafa veruleg áhrif á líf okkar og störf. Sú fyrri var framkvæmd um miðjan júní þegar tilslakanir voru á landamærunum. Þeirri könnun var fyrst og fremst beint að öryggis, heilsu og sóttvarnaraðgerðum innan fyrirtækja og þá helst til hótela og afþreyingarfyrirtækja. Þessi seinni könnun sem við kynnum hér í dag var framkvæmd frá lok ágúst til 10. september. 56 fyrirtækja kláruðu alla könnunina en mun fleiri opnuðu hana og svöruðu einstaka spurningum. Könnunin gefur því góða mynd af stöðu fyrirtækja í mismunandi greinum eftir ferðaþjónustunni þó gott væri að greina svo enn betur niður á mismunandi greinar innan greinarinnar.

Hægt er að lesa niðurstöðurnar hér – Viðbrögð og aðgerðir í kjölfar Covid-19_22.09.20

Hér má sjá umfjöllun RÚV um könnunina

Hér má sjá umfjöllun mbl.is