Stefnumót fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra í ferðaþjónustu
Ferðatæknimót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra starfræna þróun innan ferðaþjónustunnar.
Markmið viðburðarins voru að:
- Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
- Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
- Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
- Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu
Fyrirkomulag Ferðatæknimótsins
Ferðamálastjóri, Arnar Már Ólafsson opnaði viðburðinn og bauð fólk velkomið, í framhaldi lagði Brynjólfur Borgar frá Datalab línurnar í heimi tækninnar og þá aðallega með áherslu á gervigreind.
100 þátttakendur voru skráðir á viðburðinn en hver og einn gat skráð sig á allt að 8×15 mínútna fundi. Líkelgt er að um 480 fundir hafi verið haldnir á þessum tveimur klukkutímum.
Að viðburðinum stóðu Ferðamálastofa, Ferðaklasinn og EDIH ísland sem er stafræn nýsköpunargátt. Til halds og traust var síðan frábært teymi frá Rannís sem hélt utan um tæknilegu hlið viðburðarins en skráningarsíðan með helstu upplýsingum um viðburðinn á finna hér.