fbpx

Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar 16.janúar

Staðan að styrkjast en stöðugleiki er mikilvægastur

Samtök ferðaþjónustunnar, Íslenski ferðaklasinn og KPMG héldu sína árlegu Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 16. janúar. Málstofan var haldin í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni 27 og var afar vel sótt, en hún markaði jafnframt upphaf ferðaþjónustuvikunnar 2024.

Á fundinum voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar sem KPMG framkvæmdi meðal ferðaþjónustufyrirtækja um áramótin, auk þess sem rætt var um mannauðsmál innan ferðaþjónustunnar og framtíð atvinnugreinarinnar.

Fundinum stýrði Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar en hún er jafnframt stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans og situr í stjórn SAF.

Ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir ávarpaði málstofugesti í upphafi hennar. 

Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG kynnti niðurstöður viðhorfskönnunarinnar sem benda til þess að staða ferðaþjónustunnar sé að styrkjast eftir erfiða skuldastöðu liðinna ára. 

Eyþór Ívar Jónsson hjá Akademias talaði um mikilvægi menntun og fræðslu í ferðaþjónustu. Hann lagði áherslu á að til að koma okkur í fremstu röð og verða „heimsmeistarar í ferðaþjónustu“ yrðum við að trygga gæði menntunar og breyta viðhorfi til hennar innan greinarinnar. 

Bergur Ebbi talaði um sjálfsmynd ferðaþjónustunnar, hver við erum og hvert við viljum fara. Hann ræddi um ferðaþjónustuna í fortíð, nútíð og framtíð og inntak fyrirlestursins var snérist um það hvernig hægt væri að sjá fyrir sér þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. 

Hér er hægt að horfa á erindin og einnig er hægt að nálgast glærur frá viðburðinum.

Hér má nálgast niðurstöður úr spurningakönnun KPMG.