fbpx

Hringrásarhagkerfið fyrir nærandi ferðaþjónustu – CE4RT (Circular Economy for Regenerative Tourism)

Í janúar 2023 hóf Íslenski ferðaklasinn þátttöku í Evrópuverkefninu CE4RT sem stendur fyrir Circular Economy for Regenerative Tourism eða hringrásarhagkerfið í átt að nærandi ferðaþjónustu. Með verkefninu gefst klasanum tækifæri á að dýfa sér í þessa nýju hugmyndafræði ásamt því að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að öðlast nýja þekkingu og færni.

Á haustmánuðum auglýstum við eftir fyrirtækjum sem höfðu tækifæri á að sækja um fjárhagslegan stuðning til að nýta á þessari vegferð. Alls var opið fyrir umsóknir til 80 fyrirtækja í fimm evrópulöndum sem hvert um sig hafði kost á að fá 8000 EUR til að nýta í sérfræðikostnað, vottunarferli eða til þess að ferðast á vinnustofur sem boðið er uppá í verkefninu. Ein vinnustofa á Íslandi í apríl og önnur á Írlandi í nóvember.

Þau fyrirtæki sem valin voru til þátttöku í verkefninu frá Íslandi dreifast víða um land og koma frá fjölbreyttum greinum innan ferðaþjónustunnar. Þau hafa núþegar sótt fjölda vinnustofa og fræðsluefnis sem haldin er með rafrænum hætti og stýrt af MTU, tækniháskóla á Írlandi. Þau fyrirtæki sem taka þátt fyrir hönd Íslands eru:

1238 – The Battle of Iceland – Norðurland Vestra
Asgard ehf. – Höfuðborgarsvæðið
Austur 6 ehf, Campboutique – Suðurland
Elding Whale Watching Reykjavík – Höfuðborgarsvæði
Friðheimar – Suðurland
GeoCamp Iceland – Reykjanesbær
Guðmundur Jónasson ehf. – Höfuðborgarsvæði
Hotel Breiddalsvik – Austurland
Hotel Húsafell ehf. – Vesturland
Icelandic Lava Show ehf. – Höfuðborgarsvæði
Midgard Adventure and Midgard Base Camp – Suðurland
Moonwalker ehf – Höfuðborgarsvæði
Sjávarpakkhúsið – Vesturland
Syðra Holt ehf – Norðurland
The Herring Era Museum – Norðurland
The Icelandic Seal Center – Norðurland Vestra
Viking Rafting – Norðurland Vestra
Wakeboarding Iceland – Vestfirðir