fbpx

Ferðalausnir – Hlutverk notendaferla í framúrskarandi ferðaþjónustu

Nú er búið að frumsýna nýtt myndband í fræðsluþáttaröð Ferðamálastofu og Ferðaklasans um tækni í ferðaþjónustu.

Magga Dóra Ragnarsdóttir er stafrænn hönnunarstjóri. Í myndbandinu kynnir hún notendaferla, sem eru handhæg tól til að teikna upp og hanna þá upplifun sem við viljum að notendur gangi í gegnum.

„Þegar viðskiptavinir nota vöru eða njóta þjónustu þá skapar það alltaf hughrif eða upplifun. Oftast gerist þetta nánast ómeðvitað, þ.e. þeir sem veita þjónustuna eru eru ekki alltaf að velta fyrir hvaða hughrif þeir skapa. Sem notendahönnuður reyni ég að vera einu eða tveimur skrefum á undan notandanum og skapa viljandi einhverja upplifun sem styður við eða gleður notandann. Notendaferlar gera upplifun viðskiptavinar sýnilega, ef svo má segja, þannig að við getum unnið með hana og ákveðið t.d. hvar við viljum styðja betur við eða breyta,“ segir hún m.a.

Hægt er að sjá myndbandið á vef Ferðamálastofu.