fbpx

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu

Í byrjun árs 2017 skrifuðu rúmlega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um Ábyrga ferðaþjónustu. Að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, lofuðu stjórnendur fyrirtækjanna að setja sér skrifleg markmið fyrir árslok um umhverfis- og öryggismál, réttindi starfsfólks og jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Þann 6. desember verður sérstakur Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu haldin þar sem þátttakendur hittast, bera saman bækur sínar og fá innsýn í nýjar aðferðir, nýjar áherslur og stöðu verkefnisins.

Að þessu sérstaka tilefni verður eitt fyrirmyndar fyrirtæki í Ábyrgri ferðaþjónustu verðlaunað en verndari verkefnisins, Forseti Íslands, mun afhenda verðlaunin.

Dagskrá

Hvað höfum við lært um sjálfbærni hjá ferðaþjónustufyrirtækjum? Ketill Berg Magnússon.

Ávextir ábyrgðar – ræktun og uppskera, Vilborg Arna Gissurardóttir.

Fyrirmyndarfyrirtæki í Ábyrgri ferðaþjónustu – Verðlaun afhendir Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Fyrirmyndarfyrirtæki ársins í Ábyrgri ferðaþjónustu.

Pallborðsumræður og spurningar úr sal.

Í pallborði sitja:

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Fyrirmyndarfyrirtæki ársins, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans og Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.

Fundastjóri er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér að neðan

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScYrG427v7721pvjg9oRlE5TM3ex4CTUafiw0VbsCT-cjNXmA/viewform

Fundurinn hefst kl. 8:30 í Veröld – húsi Vigdísar.