fbpx

Skemmtiferðaskip og nærsamfélagið – Ábyrg ferðaþjónusta

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn hafa frá byrjun árs 2017 staðið fyrir verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Þann 7. september mun Lýsa – lýðræðishátíð fara fram í Hofi á Akureyri. Þar verður Festa og Íslenski ferðaklasinn með málþing þar sem ætlunin er að ræða áhrif skemmtiferðaskipa á bæjarfélög, íbúa og atvinnulíf. Markmið málþingsins er meðal annars að:

  • Kynna ólík sjónarmið um komu skemmtiferðaskipa til Íslands
  • Draga fram kosti komu skemmtiferðaskipa fyrir samfélög um allt land
  • Greina helstu áskoranir við komur skemmtiferðaskipa
  • Ræða mögulegar lausnir á helstu áskorunum

Málstofan er hugsuð fyrir þátttakendur í Ábyrgri ferðaþjónustu, aðila í ferðaþjónustu, íbúa og hafnaryfirvöld um allt land.

Dagskrá er eftirfarandi:

 

Inngangur: Ábyrg ferðaþjónusta 14:00

Ketill Berg Magnússon, Festu

 

Það koma 100 skip í sumar 14:15

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafirði

 

Skemmtiferðaskipin koma og hvað svo? 14:30

Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála

 

Orkuskipti skemmtiferðaskipa 14:45

Gnýr Guðmundsson, sérfræðingur Landsnet

 

Hvað græðum við á skemmtiferðaskipum? 15:00

Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði

 

Pallborðsumræðu 15:15

 

Málþingið er á dagskrá þann 7. september kl. 14:00-16:00 í Hofi á Akureyri.