fbpx

Tækifæri í kortunum

Tækifæri í kortunum

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans var haldinn þann 30. maí sl. Í Húsi ferðaklasans að Fiskislóð 10.

 

Sævar Skaptason stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans

Í upphafi fundar fór formaður stjórnar, Sævar Skaptason yfir nýliðið starfsár og þá þróun sem átt hefur sér stað á vettvangi klasasamstarfsins síðan formlega var til hans stofnað árið 2015. Þá rifjaði Sævar m.a upp hvert hlutverk Ferðaklasans væri en það er fyrst og fremst það að auka samkeppnishæfni íslenskrar feraþjónustu og efla þá mikilvægu verðmætasköpun sem verður að eiga sér stað í greininni.  Þá sagði Sævar einnig „ Líkt og við þekkjum ganga allar atvinnugreinar í gegnum sveiflur og þar er ferðaþjónusta engin undantekning. Eftir sívaxandi fjölgun ferðamanna á síðustu árum virðist sem ákveðið jafnvægi sé í kortunum og spurning hvort við lítum á það sem ógn eða tækifæri. Í anda þess klasasamstarfs sem ég hef sinnt formennsku í frá stofnun vil ég líta á komandi tíma sem tækifæri og hvetja félaga mína til að gera slíkt hið sama. Nú eigum við tækifæri til að ná stjórn á aðstæðum m.a með stórsókn í stafrænni þróun til að bregðast við skökku samkeppnisumhverfi, ágangi á viðkvæma áningastaði, ójafnvægi í dreifingu auk þess að bregðast við félagslegum þolmörkum landans. Við eigum tækifæri í að fræða samlanda okkar um mikilvægi greinarinnar, mikilvægi þess að stunda heiðarlega viðskiptahætti auk þess að koma fram við gesti okkar, starfsmenn og náttúru af vinsemd og virðingu. Komandi tímar verða að einhverju leiti sársaukafullir en um leið þroskamerki á atvinnugrein sem verður að huga að nýsköpun og þróun til að viðhalda auknum gæðum, meiri framlegð og hagkvæmni í rekstri.“

Á starfsárinu frá maí 2017 – maí 2018 stóð Íslenski ferðaklasinn fyrir 50 fundum af margvíslegu tagi með þátttöku yfir 3.100 manns. Viðburðir tengdir Ábyrgri ferðaþjónustu, Fjárfestingum í ferðaþjónustu, sérstöðu svæða og opnunarviðburður á Húsi ferðaklasans eru dæmi um fundi og viðburði sem haldnir voru.

Ný stjórn Ferðaklasans fyrir næsta starfs og rekstrarár var valin á fundinum ásamt því að formaður stjórnar fékk endurnýjað umboð.

Ný stjórn ferðaklasans eftir nýaflokin aðalfund er sem hér segir:

 • Sævar Skaptason, formaður stjórnar fyrir Hey Iceland
 • Helga Árnadóttir fyrir Bláa lónið
 • Hildur Ómarsdóttir fyrir Icelandair Group
 • Kristín Hrönn Guðmundsdóttir fyrir Íslandsbanka
 • Daði Már Steinþórsson fyrir Valitor
 • Þorsteinn Hjaltason fyrir Landsbankann
 • Elín Árnadóttir fyrir Isavia
 • Rannveig Grétarsdóttir fyrir Eldingu
 • Helgi Jóhannesson fyrir Lex lögmenn

Varamenn í stjórn Ferðaklasans eru:

 • Bergrún Björnsdóttir fyrir Bláa lónið
 • Pétur Óskarsson fyrir Icelandair Group
 • Bjarnólfur Lárusson fyrir Íslandsbanka
 • Pétur Pétursson fyrir Valitor
 • Davíð Björnsson fyrir Landsbankann
 • Hrönn Ingólfsdóttir fyrir Isavia

 

Aðilar sem fara úr stjórn Ferðaklasans eru Þórarinn Þór fyrir Kynnisferðir og Guðný María Jóhannesdóttir fyrir Isavia og er þeim þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf fyrir klasann.

Á fundinum fór framkvæmdastjóri yfir liðið starfsár ásamt helstu áherslum fyrir komandi mánuði en það er skemmst frá því að segja að mikil áhersla verður lögð á rekstarlega uppbyggingu fyrirtækja, greiningu fyrirliggjandi gagna, aukna vöruþróun, nýsköpun, tækni og stafræna þróun.

Helga Árnadóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar stýrði fundi.

 

Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn, klasasamstarfið, Hús ferðalasans eða væntanlega viðburði gefur framkvæmdastjóri Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,

Asta.kristin@icelandtourism.is

Hér má nálgast umfjöllun um fundinn á vef Viðskiptablaðsins.