fbpx

Ratsjáin á Austurlandi

Rekur þú metnaðarfullt fyrirtæki í ferðaþjónustu?

Ratsjáin Austurland er þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir metnaðarfulla stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja á Austurlandi.

Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem

stjórnendur vaxandi fyrirtækja áfangastaðarins Austurlands.

Á sex vikum ná þátttakendur að greina eigið fyrirtæki með áherslu á nýsköpunar- og
markaðsgetu þess, fá innsýn í starfsemi hinna fyrirtækjanna og fræðslu um
mannauðsstjórnun, markaðsmál og margt feira. Áhersla er lögð á að efni
námskeiðsins tengist vel þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum Austurbrúar í tengslum við áfangastaðinn Austurland.

Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands og verður verkefnið kynnt sérstaklega 31. Október n.k. á vinnustofunni Áfram veginn – Áfram Austurland í Sláturhúsinu Egilsstöðum.

Öll starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu geta sótt um og verða sex fyrirtæki valin tilþátttöku.

Umsóknarfrestur er til 5. nóvember.
Frekari upplýsingar má fnna á www.ratsjain.is

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans,
asta.kristin@icelandtourism.is
Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
katrin.jons@nmi.is

„Í Ratstjánni fengum við öflug verkfæri í hendurnar til þess að greina
fyrirtækið og byggja upp góðan rekstur. Við lærðum mikið á því að fá
gagnrýni frá kollegum okkar og að rýna í þeirra rekstur. Ratsjáin hefur
eflt okkur sem stjórnendur og hefur gefið okkur skarpari sýn á það
sem skiptir máli í rekstrinum.“
Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs í Fljótsda