fbpx

Fyrsti faghópurinn farinn af stað

FRÉTTIR ÚR SAMSTARFINU – JANÚAR 2014

Almennt um samstarf Iceland Tourism

Innleiðingarfasi Iceland Tourism hefur farið vel af stað og hafa nú á milli fimmtíu og sextíu fyrirtæki endurnýjað samninga sína sem og nýir aðilar komið inn.  Hér er um að ræða þverfaglegan hóp fyrirtækja og stofnana alls staðar af landinu sem vilja veg ferðaþjónustunnar sem mestan og vilja hafa áhrif á að rekstrarumhverfi þess verði styrkt.

Vinnuhóparnir fara vel af stað!

Á fundi Iceland Tourism í lok nóvember 2013 voru kynnt þau forgangsverkefni sem farið yrði af stað með og var ákveðið að byrja á þeim verkefnum sem hér eru lituð með rauðu.

1.        Uppbygging ferðamannastaða & fjármögnun – fagstjóri Steingrímur Birgisson
2.        Einföldun skipulags/ stytting boðleiða – Elín Árnadóttir
3.        Endurskilgreining leyfa og eftirlits – Friðrik Pálsson
4.        Samræming markaðsmála
5.        Markhópagreining
6.        Einföldun skattkerfis – Alexander G. Eðvardsson
7.        Gagnabanki ferðaþjónustunnar
8.        Vöruþróun
9.        Efla samtal við menntastofnanir
10.     Nýliðanámskeið

Á fagráðsfundi 9. janúar s.l. var ákveðið að ýta tveimur til viðbótar af stað og eru það hópar FV7 Gagnabanki ferðaþjónustunnar og hópur um menntamál. Ákveðið var að sameina hópa 9 og 10 í einn hóp; FV 9 Mennta-mál/Símenntun. Uppbygging og markmið þessara hópa verða kynnt á næstunni og gert er ráð fyrir að vinna í þeim hefjist upp úr miðjum febrúar 2014.

Þátttakendur í Iceland Tourism eru hér með hvattir til að láta vita í hvorum hópnum þeir vilja starfa!

FV7 – Gagnabanki ferðaþjónustunnar, er vinnuhópur sem hátt og mikið er kallað eftir innan greinarinnar.  Aðgangur að hagtölum, samanburður þeirra milli ára og yfirsýn yfir þróun greinarinnar, er mikilvægt leiðarljós fyrir atvinnu-greinina.  Erfitt er að skerpa markaðsaðgerðir og árangur fyrirtækja nema hver og einn geti borið sig saman við heildarniðurstöður atvinnugreinarinnar og metið árangur. Ef ekki eru til gögn sem fyrirtæki geti borið saman við heildarniðurstöður og metið hver sé árangur þá er ljóst að heildstæð ferðamálastefna stjórnvalda verður vart til, nema til komi greinargóðar upplýsingar og hagtölur.  Hlutverk og verkefni þessa hóps er því mikilvægt og brýn.  Rósbjörg Jónsdóttir mun skilgeina og móta starf þessa hóps.

FV9-FV10 – Menntun og símenntun, er hópur sem ætlað er að taka á víðfemu málefni.  Menntun er eitt af stóru málunum í ferðaþjónustunni og alveg ljóst að aukin fjöldi ferðamanna til landsins kallar á fleiri menntaða einstaklinga inn í greinina sem og aukið framboð símenntunar fyrir þá sem fyrir eru. Nokkrar menntastofnanir eru byrjaðar að undirbúa sig fyrir þessa þróun.  Mennta og símenntunarhópnum er ætlað að; greina þörfina fyrir menntun/símenntun, draga upp mynd af núverandi framboði og koma með tillögur að framtíðar skipulagi þessara mála út frá hagsmunum greinarinnar. Þorgeir Pálsson mun stýra uppbyggingu þessa hóps.

Báðir þessir nýju hópar hefja starfsemi sína í febrúar.  Allar ábendingar um nálgun og áherslur eru vel þegnar.

Við hvejum fyrirtækin í Iceland Tourism til að taka virkan þátt í vinnu samstarfsins og með því hafa áhrif á framþróun í greininni.  Innlegg ykkar er það sem gefur þessari vinnu gildi.

www.icelandtourism.is  – Innra net tekið í gagnið

Eins og mönnum er væntanlega kunnugt þá hefur heimasíða samstarfsins verið tekin í notkun. Á þeirri heimaíðu er innra net þar sem hægt er að finna gögn þau sem unnið er með í faghópunum og annan fróðleik sem skiptir ferðaþjónustu máli. Þrátt fyrir að samstarfið innan Iceland Tourism hafi gengið mjög vel og þátttakendur séu samstilltir  og öflugur hópur þá hefur engu síður verið ákveðið innan Iceland Tourism að allir þátttakendur í verkefninu staðfesti þennan samstarfsvilja vinn með því að undirrita einfalda trúnaðaryfirlýsingu.  Þetta hafi nú þegar fjölmargir gert og við hvetjum þá sem eftir eru, að skrifa undir og senda okkur, því með því fá þátttakendur aðgang að innri vef Iceland Tourism.

Verkefnastjóri Iceland Tourism – Þorgeir Pálsson
Þorgeir Pálsson hefur gengið til liðs við Gekon og er verkefnastjóri Iceland Tourism.  Þorgeir er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BS í hagfræði og markaðsmálum frá Nordland University, Bodö, Norður Noregi sem og Diploma í alþjóðaviðskiptum frá Norwegian School og Management, Osló, Noregi.  Þorgeir hefur langa reynslu af ráðgjöf á sviði stjórnunar, stefnumótunar, markaðsmála, alþjóðaviðskipta, menningarlæsis og útflutnings.  Þorgeir hefur víðtæka starfsreynslu úr atvinnulífinu; starfaði hjá Marel (1989-1991), Útflutningsráði (1991-2000), Icecon/ÚA-/BRIM (2003-2004), IMG Ráðgjöf (Nú Capacent) (2004-2006), við ráðgjöf í eigin félagi, Thorp ehf, sem Þorgeir hefur rekið frá 2006 og hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða sem framkvæmdastjóri frá 2008-2011). Þorgeir hefur unnið talsvert með ferðaþjónustufyrirtækjum í gegn um tíðina og stýrði m.a. Speglinum, þróunarverkefni Íslandsstofu 2011-2012.  Það er mikill akkur að fá krafta Þorgeirs í samstarfið en hann mun leiða vinnu faghópa klasasamstarfsins.

Fréttir samstarfsins á pdf – formati