fbpx

Íslenski ferðaklasinn flytur í Vatsmýrina – kemur þú með?

Íslenski ferðaklasinn verður með aðstöðu sína í nýju  frumkvöðla- og sprotasetri sem opnar í Grósku

Ert þú frumkvöðull eða sproti og vantar aðstöðu?

Vísindagarðar Háskóla Íslands opna á næstunni framúrskarandi aðsetur fyrir frumkvöðla- og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum, þar sem boðið er upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Í setrinu verða einnig fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og fullkomin aðstaða fyrir gróskumikið grasrótarstarf, viðburði, vinnusmiðjur, hakkaþon og keppnir.

Vinnuaðstaða af bestu gerð

Setrið er í hjarta Vísindagarða þar sem nú þegar er að finna lyfjafyrirtækið Alvotech og Íslenska erfðagreiningu. Í sama húsi eru höfuðstöðvar CCP og mörg önnur öflug fyrirtæki og fjárfestar. Þarna er ætlunin að byggja upp framúrskarandi samfélag frumkvöðla með áherslu á að tengja saman viðskipti, tækni og skapandi greinar. Nálægð við háskóla, Landspítala og mörg helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins veitir einstakt tækifæri til tilrauna, þekkingarflæðis og verðmætasköpunar.

Hvað er í boði?

Á setrinu verður hægt að leigja opin borð og er leiguverð 15.000 kr. á mánuði auk vsk. sem er sérstakt “opnunartilboð” Leigutíminn er að hámarki 18 mánuðir. Auk opinna borða verður hægt að leigja stærri rými sem eru hugsuð fyrir lengra komin nýsköpunarfyrirtæki sem vinna í teymum. Innifalið í leigu er aðstaða í fundarherbergjum, setustofum og fyrirlestrarýmum setursins.

Hvernig á að sækja um að fá aðstöðu?

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um, senda tölvupóst á netfangið visindagardar@hi.is og tilgreina hvað þeir óska eftir mörgum vinnustöðvum í opnu rými eða hvort þeir kjósa að leigja 15 – 25 fermetra skrifstofu. Þá þarf einnig að koma fram stutt lýsinga á verkefninu og aðrar upplýsingum sem talið er að gagnist við að meta umsóknina.

Hverjir verða á setrinu?

Með þessu nýja og kraftmikla setri verður til opinn vettvangur fyrir öll þau sem áhuga hafa á nýsköpun og sprotastarfi. Eftirtaldir aðilar hafa aðsetur í setrinu, eru með lausa aðstöðu á sínum snærum og styðja frumkvöðla og sprota til eflingar nýsköpunar í landinu:

  • Icelandic Startups
  • Ferðaklasinn
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs / Hönnunarmiðstöð
  • Auðna tæknitorg
  • Vísinda- og nýsköpunarsvið HÍ