fbpx

Klasastefna í mótun

Klasar eru efnahagsleg vistkerfi sem notaðir eru til að bæta samkeppnishæfni og verðmætasköpun jafnt fyrirtækja, atvinnugreina, landsvæða og þjóða. Undanfarna mánuði hefur markvisst verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland og verður fullgerð stefna lögð fram í upphafi nýs árs. 

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 9:00 verður haldinn opinn fjarfundur þar sem að farið verður yfir stöðu vinnunnar og kallað eftir umræðu og athugasemdum.

Áhorfendur geta sent inn spurningar á síðunni www.slido.com með kóðanum #klasar.

Útsending frá fundinum verður m.a. á heimasíðu Stjórnarráðsins hér.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • ÁvarpÞórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 
  • Innsýn í vinnu við stefnumótun: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Pallborð:

  • Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans
  • Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku
  • Sesselja Barðdal, framkvæmdastjóri EIMS
  • Gylfi Magnússon, prófessor við HÍ

Umræðustjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir