fbpx

Að hefja rekstur í ferðaþjónustu

Ert þú með nýsköpunarhugmynd í ferðaþjónustu og vilt láta hana verða að veruleika?

Hér er hægt að skoða upplýsingar sem nýtast við stofnun fyrirtækja í ferðaþjónustu

 

Fyrsta skrefið

Þekktu lög og regluverk

Hvaða reglugerðum þarf ég að fylgja og hvaða leyfi þarf ég að hafa? Á vefsíðu Ferðamálastofu má sjá yfirlit yfir leyfi og löggjöf. Hægt að nálgast hér.

Að hefja rekstur

Hvað þarf ég að vita til að stofna fyrirtæki varðandi skráningu og þá ábyrgð sem hvílir á mínum herðum í kjölfarið? Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Stuðningur á þínu svæði

Ýmsan stuðning má finna í heimabyggð. Sem dæmi má nefna markaðsstofur landshlutanna og uppbyggingarsjóði úti um allt land.

Leggðu grunn að velgengninni

Þekktu markhópinn

Hér má nálgast upplýsingar um markhópa íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem hægt er að glöggva sig á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Í mælaborði ferðaþjónustunnar eru tölulegar upplýsingar um greinina birtar með myndrænum hætti, hægt er að nálgast það hér.

Hvernig gera á viðskiptaáætlun

Til þess að átta sig á því hvort viðskiptahugmynd sé álitleg er tilvalið að gera um hana viðskiptaáætlun. Innihald viðskiptaáætlana er mismunandi meðan efnistökin eru yfirleitt þau sömu. Góð viðskiptaáætlun inniheldur vel uppsetta samantekt, lýsingu á viðskiptahugmyndinni, upplýsingar um vöruna, stjórnun og skipulag, markaðinn og samkeppnina, markaðsstefnu og áætlun og hvernig fjármálum verði háttað.

Hægt er að fá upplýsingar um hvernig best er að standa að gerð viðskiptaáætlunar hér.

Fjármagn og laun

Ef þig vantar fjármagn eða styrk til að ná fyrirtækinu á flug þá má finna hér upplýsingar um styrki sem í boði eru, bæði að hálfu yfirvalda, klasaaðila Íslenska ferðaklasans og Evrópusambandsins.

Á vefsíðu Virtus má nálgast svokallaða Payroll reiknivél þar sem launþegar og launagreiðendur geta reiknað út allt sem snýr að launum og launatengdum gjöldum.

Á vefsíðu BHM má nálgast reiknivél fyrir verð á útseldri vinnu (verktakagreiðslur).