Samstarfssamningur við KOMPÁS
Íslenski ferðaklasinn og KOMPÁS undirrituðu samning um samstarf sem styður hlutverk og markmið samningsaðila. Tilgangur samningsins er að hvetja til aukins samstarfs og samvinnu í ferðaþjónustu er styður faglega stjórnun, hæfni og þekkingarmiðlun jafnt innan atvinnugreinarinnar sem og þvert á aðrar atvinnugreinar.
Tveir vinnuhópar á vegum samstarfsins hafa verið ræstir og sjá starfsmenn KOMPÁS um skipulag fundanna í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.