fbpx

Ratsjáin

Ratsjáin var sett af stað í september 2016 með þátttöku átta ólíkra fyrirtækja sem eru með starfsemi vítt og breytt um landið. Fyrirkomulag verkefnisins er þannig að hvert og eitt fyrirtæki er tekið fyrir í einu með þeim hætti að þau bjóða öðrum þátttakendum í verkefninu heim. Hjá því fyrirtæki sem er heimsótt hversju sinni er farið í ítarlega 360°rekstargreiningu þar sem allir hlutar fyrirtækisins eru teknir og metnir.  Að lokum fær viðkomandi fyrirtæki ítarlega aðgerðaráætlun með tillögum að úrbótum.

Á vinnufundum er þátttakendum skipt í tvo verkefnahópa sem skila sitthvorri niðurstöðunni en í vinnu hópanna eru nýtt ýmiss viðskiptatól s.s SVÓT greining, samkeppnislíkan Porters, Ansoff, Business Canvas og fleira sem telst gagnlegt hverju sinni.  Þá hafa aðilar fengið ótal utanaðkomandi aðila til að blása þeim nýjar hugmyndir og styrkja þau í stöðu sinni sem núverandi stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja. Frá september 2016 til dagsins í dag hafa verið haldnir 7 fundir og því einungis lokafundurinn eftir sem fram fer 29.-30 maí næstkomandi á Akureyri.

Ratsjáin er framkvæmd af Ferðaklasanum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands en ráðgjafi verkefnisins er Hermann Ottósson.  

Bakhjarlar að Ratajánni eru Ferðamálastofa, Landsbankinn, Valitor og Félag ferðaþjónustubænda.

Þátttakendur í Ratsjánni 2016-2017 voru aðilar frá:

Hótel Gullfoss

Nonna Travel

Hvítárbakka, Gistihús í Borgarfirði. 

Travel East á Breiðsdalsvík

Hvalaskoðun Akureyrar, dótturfyrirtæki Eldingar.

Óbyggðasetur Íslands upplifurnarferðaþjónusta staðsett í Fljótsdal 

Húsið Guestehouse, gistiheimili í Fljótshlíðinni. 

Iceland Rovers, dótturfyrirtæki Iceland Mountaineers