fbpx

Ferðaþjónusta á nýjum forsendum? Aðalfundur Íslenska ferðaklasans 16.6.2021

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram í Grósku, Vatnsmýri þann 16.júní en Gróska er jafnframt heimili Klasans.

Til fundarins voru mættir góðir gestir en af tilefni aðafundar voru gefin út tvö rit, annarsvegar samantekt á starfi Íslenska ferðaklasans frá stofnun hans 2015 auk þeirra áhrifa sem ferðaþjónusta hefur í íslensku samfélagi – Ritið ber nafnið Virðisauki í ferðaþjónustu 2.0. Að sama skapi var gefið út Ársrit Ferðaklasans þar sem verkefni starfsársins eru reifuð. Í báðum þessum ritum eru mikilvægar upplýsingar um stöðu og þróun íslenskrar ferðaþjónustu og þeirra stóru og spennandi verkefna sem býða okkar. Þá eru ritin prýdd fallegum myndum úr öllum landshlutum en starf Ferðaklasans síðastliðið ár var litað af þátttöku fjölda fyrirtækja um allt land sem tók þátt í verkefnunum okkar með tilstilli þeirra frábæru samstarfsaðila sem við fengum í gegnum samstarf við öll landshlutasamtök á Íslandi. Það hefur verið ómetanlegur stuðningur og þróun sem við vonumst til að sé hvergi nærri lokið.

Starfsemi klasans á starfsárinu hefur eðli málsins samkvæmt litast af heimsfaraldri og þeim ótal óvæntu verkefnum sem það ástand hefur búið til. Öll verkefni klasans, fræðsla og viðburðir voru skipulagðir með rafrænum hætti og var unnið að því hörðum höndum að halda utan um samstarfsaðila klasans. Alls stóð Ferðaklasinn fyrir hátt í 40 viðburðum sem ætla má að allt að 5000 aðilar hafi sótt frá öllum heimshornum.

Að venju stóð Ferðaklasinn fyrir fjölbreyttri dagskrá þrátt fyrir erfitt ástand og jafnframt var mikil eftirspurn eftir þekkingu og reynslu innan vettvangsins á erlendri grundu. Þá tók framkvæmdstjóri klasans þátt í fjölda innlendra og erlendra viðburða með erindum um stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu en mikið var sótt í að fá að heyra hvernig Ísland hefði tekið á málum í heimsfaraldri, bæði út frá stjórnvöldum sem og út frá verkefnum klasans.

 

Frá ávarpi stjórnarformanns, Sævar Skaptason:Um leið og ég lít yfir liðið starfsár með ljúfsárum hætti þá trúi ég því að á næstu misserum náum við að endurreisa rústirnar og byggja upp traustari stoðir.

Einsog lesa má í þessu ársriti var vettvangur Íslenska ferðaklasans ekki af baki dottin þrátt fyrir erfiðleika og brattar brekkur. Allt kapp var lagt á að tryggja reksturinn en ekki síst að tryggja gott samtal og stuðning við aðildafélagana sem áttu vissulega krefjandi leið fyrir höndum. Það hefur hreinlega verið aðdáunarvert að upplifa frá fyrstu hendi þann mikla samtakamátt og seiglu sem sameiginleg þátttaka í verkefnum og viðburðum klasans hefur skilað.

Á árinu voru þrátt fyrir allt haldnir yfir 40 viðburðir á vegum klasans þó flestir hafi farið fram með stafrænum hætti. Þó fátt komi í stað þess að hitta fólk augliti til auglitis voru þessir viðburðir okkar líflína á köflum og þéttu mannskapin sem sótti í að leita ráða hvert hjá öðru.

Að baki eru tímar sem ekkert okkar hefði getað séð fyrir eða verið undirbúin undir að fullu. Við höfum þó flest lært að taka engu sem sjálfsögðum hlut og að það sem koma skal er ekki í hendi þó vissulega séu bjartari tímar í kortunum. Það er eitt að stöðva heila atvinnugrein með öllum þeim sársauka sem slíkt útheimtir en það er líka áskorun að ræsa sömu fyrirtæki aftur. Það verkefni þarf að nálgast af alúð og nærgætni fyrir öllum sem í hlut eiga. Starfsmenn voru og verða áfram helsti auður hvers fyrirtækis en margir aðilar hafa tekið á sig launaskerðingar og minni vinnu á meðan aðrir hafa þurft að taka á sig aukin verkefni í skertu starfshlutfalli. Allt er þetta á einhvern hátt snúið og vand með farið en það er verkefni okkar allra að ná jafnvægi og sátt svo þróun greinarinnar og sjálfbær vöxtur geti átt sér stað sem fyrst.

Íslenski ferðaklasinn hefur gengt mikilvægu hlutverki í að efla hæfni og gæði í ferðaþjónustunni og mun gegna því hlutverki áfram. Hlutverk hans er að gera stjórnendum kleift að reka fyrirtæki sín með arðbærari hætti þar sem aukin verðmætasköpun er höfð að leiðarljósi. Starfsemi klasans byggir á verkefnadrifnu samstarfi ólíkra aðila og er klasinn hreyfiafl nýsköpunar í ferðaþjónustu. Á vettvangi klasans mætast ólíkir aðilar með mismunandi þekkingu og reynslu, sem keppa innbyrðis en vinna sameiginlega að því að efla samkeppnishæfni ferðaþjónustu í heild sinni svo hún megi byggjast upp til framtíðar í jafnvægi félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegri þátta. Ég hef fulla trú á því að við sem byggjum okkar lífsviðurværi á ferðaþjónustu og höfum óbilandi trú á tækifærunum framundan munum endurræsa á forsendum sjálfbærni og ábyrgðar.

Þá vil ég nota tækifærið og hvetja aðila bæði innan ferðaþjónustunnar og eins þá aðila sem hafa hag að því að greinin verði áfram sá mikilvægi drifkraftur sem hún er að koma inná vettvang klasans og taka markvisst þátt í þeirri uppbyggingu sem nú er hafin.“

 

Stjórn Íslenska ferðaklasans fyrir starfsárið 2021 – 2022 er:

Sævar Skaptason, Ferðaþjónusta bænda – Hey Iceland,
Elín Árnadóttir, Isavia – Hrönn Ingólfsdóttir til vara
Andrés Jónsson, Icelandair Group
Sölvi Sturluson, Íslandsbanka, Hjörtur Steindórsson til vara
Helga Árnadóttir, Bláa lónið, Bryndís Björnsdóttir til vara
Dóra Gunnarsdóttir, Landsbanki Íslands , Þorsteinn Hjaltason til vara
Helgi Jóhannesson, Landsvirkjun / fyrrum Lex lögmannsstofu
Rannveig Grétarsdóttir, Eldingu

 

Starfsmenn Íslenska ferðaklasans 2021
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
framkvæmdastjóri
Árni Freyr Magnússon
verkefnastjóri
Valgeir Ágúst Bjarnason
verkefnastjóri

Einsog fram kom á fundinum og mikilvægt er að hafa í huga er að á bakvið klasann stendur  þéttur hópur fólks úr atvinnulífinu, frá hinu opinbera og eins úr hinu alþjóðlega umhverfi sem vettvangur klasans hefur verið duglegur að sækja í. Hér að neðan er ekki tæmandi listi yfir það frábæra fólk sem hefur á einn eða annan hátt lagt hönd á plóg í mikilvægum verkefnum síðatliðið ár en okkur langar að færa þessum aðilum innilegar þakkir fyrir samstarfið.

Verkefnatengdir samstarfsaðilar Íslenska ferðaklasans á starfsárinu eru:

Brynja Laxdal, Nordic Food in Tourism
Berglind Hallgrímsdóttir, NMI (Nordic Travel Tech Network, Sustainability in Tourism)
Þóra Valsdóttir, Matís (Nordic Food in Tourism)
Daniel Byström, Design Nation (Nordic Food in Tourism, Our Future, Restart Tourism, Design)
Svava Björk Ólafsdóttir, RATA (Ratsjáin)
Hermann Ottósson, Skýr Sýn (Ratsjáin)
Rósbjörg Jónsdóttir, Cognitio (What works ráðstefnan, Virðisauki 2.0)
Inga Rós Antoníusdóttir, Ferðamálastofa (Iceland Travel Tech)
Magdalena Falter, Hacking Hekla
Arnar Sigurðsson, Austan máni (Hugmyndaþorpið, Hacking Hekla)
Ágúst Elvar Bjarnason, SAF (Ábyrg ferðaþjónusta)
Gunnar Valur, SAF (Ábyrg ferðaþjónusta)
Þurðíður Aradóttir, Markaðsstofa Reykjanes (Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar)
Þórir Erlingsson, Keilir (Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar)
Arnbjörn Ólafsson, Keilir (Nýsköpunarakademía ferðaþjónutunnar)
Sunna Þórðadóttir, ANR (Nordic Food in Tourism)
Anna Katrín Einarsdóttir, ANR (Ratsjáin)
Signe Jungersted, Group Nao (Our Future, Restart Tourism)
Bård Jervan, Mimir (Our Future)
Chris Doyle, CMD inspired (Our Future)
Milena Nikolova, Behavior Smart (Our Future)
Jan Hassel, Nordic Travel Tech Lab (Nordic Travel Tech Network)
Per Arne, Nordic Travel Tech Lab (Noordic Travel Tech Network)

 

Stofnfélagar og aðrir aðildarfélagar

• Alp hf • Central pay • Arcanum ferðaþjónusta • Eldjárn Capital ehf.• Bláa lónið hf • Ferðamálasamtök höfuðborgarsv.• Efla hf • Fjarðarbyggð • Ferðafélag Íslands • Garún efh /My visit Iceland • Ferðaþjónusta Bænda • Háskólinn á Bifsöst ses • Hótel Rangá – Hallgerður ehf • Háskóli Íslands • Hópbílar Kynnisferða        • Hveragerðisbær • Hótel Saga ehf Radison blu • Landsvirkjun • Hvalaskoðun Reykjavíkur ehf • Lex ehf          • Höldur ehf • ODIN Software ehf • Icelandair Group hf • Sahara ehf. • Isavia ohf • Skýr Sýn ehf • Íslandsbanki hf • Splitti ehf. • Jarðböðin ehf • TripCreator ehf • KPMG ehf • Landsbankinn hf • Verkís hf • N1
• Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Samstarfsfélagar

• Ferðamálastofa • SAF • Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið • Íslandsstofa • Áfangastaðastofur landshlutanna • Safe Travel • Festa, miðstöð um sjálfbærni • Matís • Samtök sunnlenskra sveitarfélaga • Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra • Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á norðurlandi eystra                      • Vestfjarðastofa • Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi • Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum • Austurbrú     • Samtök sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu

 

Ritið Virðisauki í ferðaþjónustu 2.0 var unnið af þéttum hópi fólks en ábyrgð á efnistökum og tölulegri framsetningu eru í höndum Ástu Kristínar, Rósbjargar Jónsdóttur og Vilborgar Helgu.

Ritið dregur saman helstu þætti úr sögu ferðaþjónustunnar, dregur upp tímalínu frá 2000, kortlagning ferðaklasans er uppfærð samkvæmt nýjum lögum um ferðaþjónustu, sýnt er fram á hvernig ferðaþjónusta er drifkraftur breytinga, verðmætasköpun, samkeppnishæfnigreining og svo endurræsing og uppbygging á nýjum forsendum.

Úr samantekt segir m.a:

Á Íslandi fór vöxtur greinarinnar langt umfram spár og tölur á heimsvísu og hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag. Það varð því ljóst þegar áhrifa heimsfaraldurs lét á sér kræla 2020-2021 að áhrifanna gætti víða og æ meiri eftir því sem á leið. Það staðfestist jafnt hér sem annars staðar að ferðaþjónusta er mikilvæg stoð í hagkerfum heimsins og drífur áfram framfarir með margvíslegum hætti.

Fyrirtæki þurfa að tileinka sér sjálfbærni í einu og öllu, ekki bara í ferðaþjónustu heldur í öllum atvinnugreinum. Hvort heldur sem talað er um vöxt án aðgreiningar eða mótun stefnu, verðmætasköpun eða viðskipti. Samfélagsleg ábyrgð er hluti af DNA mengi hverrar skipulagsheildar og er lykillinn að samkeppnishæfni hvers áfangastaðar og í framhaldi fyrirtækja. Íslenski ferðaklasinn hefur verið í fararbroddi í fræðslu og þjálfun aðildarfélaga sinna og annarra þátttakenda þegar kemur að verkefnum sem snúa að sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu og ætlar sér að vera það áfram.

Framtíðarsýn vettvangsins er að ferðaþjónustan sé til á forsendum íslensks samfélags sem styðji við aukin lífsgæði og auknar efnahagslegar, félagslegar og umhverfislegar framfarir íbúanna í landinu. Með auknu samstarfi, þar sem ábyrgð og aukin hæfni félaga og þátttakenda í starfsemi klasans er í fyrirrúmi næst að skapa þau eftirsóknaverðu jákvæðu áhrif sem áfangastaðir um allan heim keppast að.

Með því að halda áfram að efla ennfrekar aðgerðir sínar á sviði ábyrgrar stjórnunar, beina spjótum sínum að hverskonar nýsköpun sem eflir fyrirtækin í landinu og auðveldar þeim frekari verðmætasköpun, þjálfa og fræða stjórnendur og starfsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í stafrænni hæfni og virkja alþjóðlega tengslamyndun mun íslensk ferðaþjónusta áfram vera ein af mikilvægustu áhrifaölfum til framþróunar og bættra lífsgæða í landinu.

Ferðaþjónusta 2.0 – Endurræsing og uppbygging á nýjum forsendum

Lykilstarfsemi og markmið
Hlutverk Ferðaklasans er að efla samvinnu þvert á greinar og hraða mikilvægum breytingum í
átt að auknum árangri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Verkfæri klasans eru
verkefni á breiðum grunni en Ferðaklasinn hefur sett fjögur megin verkefni fram og mun beita
kröftum sínum í að vinna að. Þessi verkefni eru:
• Ábyrg stjórnun
• Nýsköpun og aukin verðmætasköpun
• Stafræn vegferð
• Alþjóðatengingar og sjálfbær vöxtur

Saman stöndum við vörð um ábyrgð, hæfni og gæði í íslenskri ferðaþjónustu og höfum jákvæð áhrif á það samfélag sem við byggjum.