fbpx

Tilnefningar til fyrirmyndarfyrirtækis Ábyrgrar ferðaþjónustu 2020

Nú er opið fyrir tilnefningar til þess fyrirtækis sem ykkur þykir hafa skarað framúr þegar kemur að ábyrgri hegðun, rekstri og framúrskarandi samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu.

Tilnefningar geta verið frá aðilum sjálfum eða öðrum og hægt er að tilnefna fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir, einstaklinga eða alla þá sem þykja hafa unnið markvisst að jákvæðri þróun ferðaþjónustu og sjálfbærni, aðilar sem hafa í efni sínu og verki hvatt til ábyrgrar ferðahegðunar, ábyrgra viðskiptahátta og stuðlað að góðri umgengni um íslenska náttúru í sátt við íbúa.

Verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti af verndara verkefnisins, forseta Íslands, þann 11.desember næstkomandi.

Horft er til eftirfarandi þátta í leitinni að fyrirmyndar fyrirtæki í Ábyrgri ferðaþjónustu.

· Hefur fyrirtækið birt markmið um ábyrga ferðaþjónustu á vef sínum? (slóð)

· Getur þú gefið dæmi um markmið fyrirtækisins um að ganga vel um og virða náttúruna?

· Hvernig mælið þið öryggi ferðamanna og háttvísi í þeirra garð?

· Getur þú gefið dæmi um markmið fyrirtækisins um réttindi starfsfólks?

· Getur þú gefið dæmi um hvernig fyrirtækið hefur jákvæð áhrif á nærsamfélagið?

Tilnefningar skulu berast í gegnum þetta form hér eigi síðar en á hádegi þann 14.desember næstkomandi.