fbpx

Ráðherra í heimsókn

Þann 8. Apríl sl. kom Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra Ferðamála í heimsókn í Íslenska ferðaklasann. Það er Ferðaklasanum mikið kappsmál að nýr ráðherra ferðamála sé upplýst um það starf sem vettvangur klasans er og hvernig stjórnvöld geti nýtt sér þau verkefni, samstarfið og kraftinn sem þar býr. Með ráðherra var frítt föruneyti úr ráðuneytinu, þar á meðal nýr aðstoðarmaður ráðherra, Jóhanna Hreiðarsdóttir en hún er ferðaþjónustunni að góðu kunn. en hún starfaði m.a sem mannauðs- og gæðastjóri hjá Reykja­vik Excursi­ons í 9 ár og einnig sem rekstr­ar­stjóri þjón­ustu og rekstr­ar í 3 ár. Við þökkum ráðherra og hennar góða fólki kærlega fyrir komuna og hlökkum til að vinna með þeim að frekari þróun íslenskrar ferðaþjónustu.

Á myndinni auk ráðherra og aðstoðarmanns eru Ásta Kristín framkvæmdastjóri og Rakel Theodórsdóttir verkefnastjóri hjá Íslenska ferðaklasanum.