Þann 4. apríl næstkomandi munu þátttakendur í Tourbit loks hittast í eigin persónu í Háskólanum í Lapplandi sem staðsettur í Rovanemi í Finnlandi. Þar mun fulltrúi Íslands, Davíð Jóhannsson vera viðstaddur en hann er verkefnastjóri Tourbit fyrir hönd Ferðaklasans og SSNV.
Á fundinum er ætlunin að kynnast þátttakendum sem koma víðsvegar að úr Evrópu og í kjölfarið að stilla saman strengi. Einnig verða erindi um fyrstu skref sem lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa að taka í stafrænu ferli. Þar munu Hub Brussels og Lapland UAS segja frá því hvernig þessir ólíku aðilar hafa gert ráð fyrir stafrænni tækni í sinni viðskiptaáætlun.
Opnunarráðstefna í tengslum við verkefnið fer fram þann 6.apríl nk en þar verður fjallað um núverandi strauma og stefnur í stafrænni tækni og hvernig nýsköpunar og tæknisamfélög á Norðurlöndum hafa stutt við tækniuppbyggingu í ferðaþjónustu. Hægt er að taka þátt í ráðstefnunni með rafrænum hætti hér. Ráðstefnan fer fram frá kl 10:30-12:30 að íslenskum tíma.