fbpx

Ertu búin að kynna þér þessa frábæru viðburði framundan?

What Works: Tourism – 14. október í raun og rafheimum

Áhrif heims­far­ald­urs­ins hafa varpað skýru ljósi á að ferðaþjón­ust­an er ekki ein­ung­is mik­il­væg í efna­hags­legu til­liti, held­ur er hún drif­kraft­ur fram­fara víðsveg­ar um heim. Ráðstefn­an What Works er á veg­um Social Progress Im­perati­ve-stofn­un­ar­inn­ar (SPI) og fyr­ir­tæk­is­ins Cognitio, full­trúa henn­ar hér á landi.

Í ár verður ráðstefn­an hald­in í sam­vinnu við Íslenska ferðaklas­ann og af því tilefni er sjón­um beint að ferðaþjón­ust­unni. Fjöldi stuðningsaðila kem­ur að ráðstefn­unni. Má þar helst nefna for­sæt­is­ráðuneytið, World Tra­vel and Tourism Council, Ferðamála­stofu, Icelanda­ir, Lands­bank­ann, Markaðsstofu Reykja­ness, Há­skóla Íslands, Kadeco, Lands­virkj­un, Viðskiptaráð og Ice­land Monitor.

Seiglan og nýsköpunin í ferðaþjónustunni gerir það að verkum að greinin mun ná sér á strik aftur og margir eru farnir að ferðast á ný. Þá er spurningin hvernig tekst okkur að snúa þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 í tækifæri fyrir ferðaþjónustuna til uppbyggingar á sjálfbæran hátt. Hvernig getum við stuðlað að því að félagslegir og umhverfishvatar séu í hjarta enduruppbyggingarinnar.

Hér má lesa umfjöllun um ráðstefnuna í tveimur viðtölum að undanförnu,

Hvað virkar í ferðaþjónustu? Rósbjörg Jónsdóttir mbl  (3.október)

„Líkt og áður verður á ráðstefn­unni horft til þeirra þátta sem virka þegar sam­fé­lög eru byggð upp og „hvernig er hægt að skapa fólki tæki­færi til að lifa því lífi sem það kýs að lifa“, að sögn Rós­bjarg­ar. „Hvaða áhrif hef­ur ferðaþjón­ust­an á fé­lags­leg­ar fram­far­ir? Hún hef­ur meðal ann­ars um­tals­verð áhrif á upp­bygg­ingu innviða, skap­ar tæki­færi fyr­ir alla, þar sem fjöl­breyti­leik­inn er til staðar og er at­vinnu­skap­andi,“ seg­ir Rós­björg og bæt­ir við: „Ferðaþjón­ust­an er og verður drif­kraft­ur, drif­in áfram af fólki fyr­ir fólk sem sæk­ist eft­ir ein­stakri upp­lif­un og framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Það er því mik­il­vægt að ígrunda hvernig fram­kvæma má slíka upp­lif­un með þætti sjálf­bærni að leiðarljósi.“

What Works Tourism-ráðstefn­an mun horfa á áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar í alþjóðlegu sam­hengi þar sem verða fyr­ir­lestr­ar, sam­töl sér­fræðinga og vinnu­stof­ur. Lagðar verða fram til­lög­ur að úr­lausn­um og leiðum til ár­ang­urs.

Ferðaþjónusta í breyttri heimsmynd – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir mbl (9.október)

„Ferðaþjón­ust­an er, eins og við segj­um alltaf, fram­kvæmd af fólki fyr­ir fólk og þó svo að við séum alltaf að hugsa um nýj­ar og snerti­laus­ar lausn­ir þá, í lok dags, snýst þetta alltaf um fólk að veita þjón­ustu og ein­staka upp­lif­un.“

Þá hafi heims­far­ald­ur­inn tíma­bundið gert rekstr­ar­um­hverfi grein­ar­inn­ar nán­ast óbæri­legt.

„Við erum að sjá það að það er ekki ein­ung­is fjár­hags­leg­ur vandi sem stjórn­end­ur í ferðaþjón­ustu standa frammi fyr­ir held­ur er líka erfitt fyr­ir mörg ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki að fá starfs­menn aft­ur inn í grein­ina. Það er bæði ótti um að svona geti gerst aft­ur og starfs­ör­yggi sé ekki tryggt,“ seg­ir hún. Þar að auki sé verið að biðja þá starfs­menn um að vera „fram­ar í víg­lín­unni“ með því að vera inn­an um fólk sem er ný­lega komið hingað til lands.

Heims­far­ald­ur­inn er þó ekki eina áskor­un­in sem ferðaþjón­ust­an hef­ur staðið frammi fyr­ir, enda er ljóst að lofts­lags­vá­in mun hafa enn meiri áhrif á grein­ina en hún hef­ur hingað til. Ásta seg­ir Íslenska ferðaklas­ann mikið rætt lausn­ir og á ráðstefn­unni verði sér­stakt er­indi til­einkað framtíðinni.

Skráning á ráðstefnuna er í fullum gangi en við biðjum klasafélga okkar um að hafa samband við okkur (arni@icelandtourism.is) ef þið hafið áhuga á því að skrá ykkur á ráðstefnuna. Hér er ekki einungis um enn eina ráðstefnuna að ræða heldur virkilega góða endurmenntun, tengslamyndun og þekkingayfirfærslu milli aðila í greininni sem er okkur svo mikilvæg á þessari stundu.

DAGSKRÁ MÁ SJÁ HÉR


Covid-19 hit the travel and tourism industry harder than any other sector,  yet we know that this industry is not just crucial to many economies around the world, but it is also an important accelerator of social progress. At the same time, it has become very apparent that less human activity and pressure on our environment is a good thing and can have a positive impact on pollution, global warming and other climate change effects. This sector is a driving force when it comes to job creation and it can help to build up infrastructure and improve the social system every society needs to prosper.
With its resilience and its innovation, we know that people will travel again -many already are- so the question becomes how do you turn this crisis into an opportunity to build back inclusively and sustainably? How do we make sure social and environmental concerns are at the heart of recovery efforts? How do we identify, replicate and scale What Works?