fbpx

Hvað getur Ferðaklasinn gert fyrir þig?

Hvað getur Íslenski ferðaklasinn gert fyrir þig?

Á þessum fordæmalausu tímum í íslensku atvinnulífi er mikilvægt að horfa til aðgerða sem geta mögulega brugðist við tímabundnum erfiðleikum og bætt eins mikið upp fyrir óvissu og hægt er.

Hér að neðan eru dæmi um aðgerðir, tillögur og viðbrögð sem Íslenski ferðaklasinn bíður frumkvöðlanetinu sínu og aðildafélögum öllum að skoða, meta og heyra í okkur með.

Tímabundin vinnuaðstaða – Dragðu úr áhættu á þínum vinnustað:

Íslenski ferðaklasinn býður aðildafélögum sínum aðstöðu í Húsi ferðaklasans til að hægt sé að halda úti nauðsynlegri starfsemi komi til tímabundinna lokanna á hefðbundnu skrifstofuhúsnæði fyrirtækja. (vegna aðstæðna sem uppi eru vegna Covid-19 veirusýkingarinnar. )

Ath – ekki er um að ræða aðgerð eftir að smit á vinnustað hefur komið upp heldur til að tryggja áframhaldandi starfsemi ef til tímabundinna lokanna kemur og til að dreifa áhættu.

Hafir þú áhuga á að skoða þetta úrræði þá vinsamlega sendu okkur tölvupóst eða hringdu sem allra fyrst. Allar upplýsingar hjá asta.kristin@icelandtourism.is, s: 861-7595 eða arni@icelandtourism.is

Frumkvöðlar og lítil fyrirtæki:

  • Upplýsingar varðandi réttindi, skyldur og greiðslur í sóttkví fyrir frumkvöðala og einyrkja
  • Trúnaðarmaður Frumkvöða í samstarfi við Íslenska ferðaklasann. Fáðu sendan sérstakan kóða til að panta viðtal.
  • Aðstoð við viðbragðsáætlun vegna Covid 19
  • Aðstoð við brýna forgangsröðun

Aðgerðir stjórnvalda:

  • Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið.
  • Skoðað verður að fella tímabundið niður aðra skatta og gjöld sem eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
  • Fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verður veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum.
  • Viðbrögð við fyrirsjáanlegum lauafjár- og greiðsluörðugleikum fyrirtækja í ferðaþjónustu.
  • Fjármagn til alþjóðlegra markaðsaðgerða þegar óvissuástandi líkur

Íslenski ferðaklasinn er viðskiptamiðstöð fyrir íslenska ferðaþjónustu. Á vettvangi klasans eru fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum, í öllum geirum atvinnulífsins ásamt rannsókna og háskólasamfélaginu. Á þessum vettvangi viljum við á þessum tímum hlú að þeim sem stýra fyrirtækjum og eru einir í óvissu sinni, viljum hvetja ykkur til að vera í sambandi við okkur og eins að efla allt ykkar tengslanet til að fá réttar, faglegar og uppbyggilegar upplýsingar hratt og örugglega.  Það er eðlilegt að finna til vanmáttar og óöryggis þegar allt er undir. Saman stöndum við sterkari.

Ástandið er tímabundið þó svo tímalínan sé óþekkt. Þegar óvissutímabilinu líkur er gríðarlega mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn í ferðaþjónustu séu tilbúin að halda áfram þeirri frábæru vinnu sem hefur verið í gangi á síðustu árum, halda áfram að veita gæða þjónustu um allt land ásamt því að þróa áfram vörur til að bjóða ferðamönnum. Nýsköpun og skapandi hugsun á tímum sem þessum er mikilvægari en áður og þar erum við heldur betur tilbúin að mæta ykkur.

Leitaðu aðstoðar til okkar ef eitthvað er óljóst.

Með vinsemd, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.