fbpx

Loftað út um loftlagsmálin – skýrsla og upptaka

Þann 11. september fór fram á Grand Hótel Reykjavík málþingið Loftum út um loftlagsmálin.

Á viðburðinum var ætlunin að veita praktískar upplýsingar um gagnleg tól og tæki til fyrirtækja og stefnu stjórnvalda til lengri tíma. Á fundinn mættu um 160 manns og hlustuðu á gagnlegan fróðleik um Ábyrga ferðaþjónustu.

Einnig voru kynntar niðurstöður úr rannsókn sem gerð var á starfsemi þeirra fyrirtækja sem skrifað hafa undir yfirlýsinguna um Ábyrga ferðaþjónustu. Markmiðið með rannsókninni var annars vegar að kanna hvernig fyrirtækin voru að uppfylla þau loforð sem þau höfðu undirgengist og hins vegar að draga saman þekkingu og dæmi um þær aðgerðir og lausnir sem fyrirtæki hafa gripið til í umhverfis- og samfélagsmálum.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum á facebook síðu Íslenska ferðaklasans hér.

Hægt er að lesa niðurstöður úr könnuninni hér.