fbpx

Virkjum hugvitið í Húsi ferðaklasans

Þann 20. ágúst síðastliðinn var fyrsta vinnustofan í Virkjum hugvitið verkefni Ferðaklasans, Atvinnuvegaráðuneytisins, Icelandic Startups, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu.

Umsóknarfrestur rann út 10.ágúst síðastliðin og í heildina bárust tæplega 90 umsóknir.

20 frumkvöðlar með nýsköpunarhugmynd í ferðaþjónustu hafa fengið skrifborðsaðstöðu í Húsi ferðaklasans og aðrir 20 frumkvöðlar hafa fengið aðgang að vinnustofunum fjórum. Hugmyndirnar spanna frá matarforriti til sýndarveruleika, joga ferða, prjónaferða, uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði, Garði, áherslu á sjálfbærni og náttúruvernd ásamt fjölda annarra spennandi hugmynda.

Hjörtur Smárason, framkvæmdarstjóri Space Nation var með fyrstu vinnustofuna en þar fjallaði hann um vörþróun og nýsköpun. Hún var hugsuð sem leiðbeiningar fyrir þá sem eru að hefjast handa, styðja við þá sem eru komnir af stað og styrkja þá sem nú þegar eru með rekstur eða hugmynd á vinnslustigi. Með því að sitja vinnustofuna öðlast frumkvöðlar hvar sem þeir eru staddir með sína hugmynd öflug vopn sem nýtast þeim vel til að koma hugmynd sinni í framkvæmd.

Hjörtur hefur í gegnum tíðina starfað fyrir borgir, landsvæði og lönd við það að laða að ferðamenn og stuðla að efnahagslegri þróun. Sem dæmi má nefna að hann hefur starfað mikið með yfirvöldum á austurhluta Grænlands, í Nepal og Zimbabwe