fbpx

Startup Tourism 2019

Þann 20. mars síðastliðinn kláraðist Startup Tourism viðskiptahraðallinn 2019 með glæsilegum kynningum á lokadeginum.

Eftir góð ráð frá ráðherra og Jarðþrúði Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups stigu teymin tíu á stokk og héldu framúrskarandi kynningar við bestu aðstæður. Kynningarnar voru afrakstur mikillar vinnu síðastliðinna tíu vikna.

Fyrirtækin tíu sem tóku þát í Startup Tourism 2019 eru eftirfarandi:

BusTravel IT – Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri

Film Trip – Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins

GeoGardens – Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði

HandPicked Iceland – Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku

Iceland Bike Farm – Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu

Iceland Outfitters – Faglegar og vinalegar veiðiferðir

Iceland Soccer Travel – Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir fótboltaliða til Íslands

Selfie Station – Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands

Venture North – Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum

Wapp-Walking app – Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land

Við hjá Ferðaklasanum viljum þakka öllum teymunum fyrir skemmtilegar tíu vikur og óska þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni.