fbpx

Fjárfest í ferðaþjónustu á Austurlandi

Ratsjáin á Austurlandi er farin af stað

 

Nýsköpunar og þróunarverkefnið Ratsjáin hóf göngu sína í september 2016 með þátttöku átta öflugra ferðaþjónustufyrirtækja víðs vegar um landið. Heimsóknir til allra aðila, fræðsla, vinnustofur og greiningavinna áttu sér stað á átta mánaða tímabili sem lauk með útskrift  þátttakenda á Akureyri í lok maí 2017.

Ratsjáin er framkvæmd af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenska ferðaklasanum sem ákváðu að prófa þá nýbreyttni í ár að bjóða uppá staðbunda fundi og bjóða þátttakendum innan sama landssvæðis þátttöku eða á bilinu 6-8 ferðaþjónustufyrirtækjum.  Ákveðið var að byrja sem lengst frá höfuðborginni og varð úr að Ratsjáin Austurland í samstarfi við Austurbrú varð fyrsta verkefnið. Ætlunin er að Vestfirðir og aðrir landshlutar fylgi síðan fast á hæla Austurlands.

Verkefnið var kynnt á vinnustofu sem Áfangastaðaverkefnið Austurland stóð fyrir á Egilsstöðum 31.október með þátttöku yfir 40 fyrirtækja á svæðinu. Umsóknarfrestur var til 6.nóvember og hafa nú sjö framúrskarandi ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi verið valin til þátttöku.

Verkefnið var formlega sett í gang 29.nóvember og stendur til febrúar loka 2018. Ferlið gengur þannig fyrir sig að öll fyrirtækin eru tekin út í svokallað nýsköpunar heilsu og hæfni mat þar sem þátttakendur fara í gegnum spurningalista og leggja ákveðið mat á rekstur sinn út frá þekkingu, hæfni til tækniþekkingar, nýsköpunar og annars sem máli skiptir. Þetta mat er síðan notað til grundvallar í heimsókn sem þátttakendur fara í til hvers og eins þar sem farið er dýpra í hvert málefni fyrir sig og unnið með raunveruleg dæmi.

Ratsjáin er ætluð metnaðarfullum stjórnendum í ferðaþjónustu sem vilja efla og auka hæfni sína í nýsköpun, vöruþróun, markaðssetningu og rekstri með áherslu á að meðtaka og deila þekkingu og reynslu á jafningjagrunni. Ratsjáin Austurland tekur sérstakt mið af landshlutanum þegar kemur að markaðssetningar áherslum, verkfærum til að nýta, markhópagreiningum og áfangastaðavinnu sem átt hefur sér stað í breiðri samvinnu allra helstu hagsmunaaðila á Austurlandi s.s sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnanna og fræðslusamfélagsins.

Þátttakendur í Ratsjáin Austurland árið 2017 hittust á ræsinga fundi á Egilsstöðum í gær en þetta eru stjórnendur og eigendur frá:

 

Farfuglaheimilið Hafaldan, Seyðisfirði

Laugarfell, Fljótsdal

Ferðaþjónustan Álfheimar, Borgarfjörður Eystri

Húsahótel, Seyðisfirði

Sölumiðstöð Húss Handanna, Egilsstöðum

Hildibrand, Norðfirði

Gistihúsið – Lake Hótel Egilsstöðum

 

Sjá umfjöllun Austurfréttar hér. http://www.austurfrett.is/frettir/sjoe-austfirsk-fyrirtaeki-taka-thatt-i-ratsjanni