fbpx

15.júní – Hagnýt tól fyrir Ábyrga ferðaþjónustu

TÍMI: 15. júní 2017 kl. 9-12
STAÐUR: Háskólinn í Reykjavík, salur M216
VERÐ: Innifalið fyrir þátttakendur í fræðsludagskrá um Ábyrga ferðaþjónustu – Alltaf opið fyrir nýjar skráningar

Til að hjálpa fyrirtækum að standa við yfirlýsinguna sem skrifað var undir um ábyrga ferðaþjónustu bjóðum við uppá hagnýta vinnustofu þann 15. júní.

Við munum kanna stöðuna í lok árs og sýna hvaða markmið og aðgerðir fyrirtækin sem taka þátt hafa farið í. Þá viljum við geta sýnt að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa af ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi, með sjálfbærni að leiðarljósi.

Undanfarna mánuði hafa meistaranemar í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík þróað einfaldar og hagnýtar aðferðir sem auðvelda öllum stærðum fyrirtækja að setja sér skýr markmið um alla fjóra þætti ábyrgrar ferðaþjónustu.

Við bjóðum til vinnustofu sem hjálpar þér að nýta þessar aðferðir og tól:

HAGNÝT TÓL FYRIR ÁBYRGA FERÐAÞJÓNUSTU

Markmið vinnustofu:
– Þáttakendur fá yfirsýn yfir hagnýt tól og aðferðir til að setja skýr og raunhæf markmið
– Sýna raunveruleg dæmi um markmið fyrir ábyrga ferðaþjónustu
– Þátttakendur fái þjálfun í að nýta tólin í sínu fyrirtæki

Dagskrá frá 9-12
– Kynning á gagnlegum tólum – nemendur í MPM námi HR
– Raundæmi frá tveirmur íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
– Hagnýt verkefni og stuðningur við markmiðasetningu

Hádegisverður til tengslamyndunar frá 12-13

SKRÁNING Á VINNUSTOFUNA

Hlökkum til að sjá þig!

Ketill Berg hjá Festu og Ásta Kristín hjá Ferðaklasanum

Verndari verkefnisins er Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Samstarfsaðilar: Samtök ferðaþjónustunnar / SAF – ÍslandsstofaFerðamálastofa / Icelandic Tourist BoardVisit ReykjavikMarkaðsstofur landshlutanna – Stjórnstöð ferðamála og Safetravel

Bakhjarlar: Blue Lagoon IcelandEimskipGray Line IcelandIcelandair GroupIsaviaGrand Hotel Reykjavik / Íslandshótel og Landsbankinn