fbpx

Ferðaþjónusta – Orka – Sjálfbærni – Nýsköpun

Nú er slétt ár síðan samstarfsverkefnið EIMUR var stofnað en að verkefninu standa Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu.

EIMUR er einstakt frumkvöðlaverkefni þar sem sjónum er beint að aukinni nýtingu auðlinda á Norð austurlandi m.a með áherslu á samspil orku og ferðaþjónustu í gegnum sjálfbærni og  nýsköpun. Íslenski ferðaklasinn í samstarfi við Jarðvarmaklasann hafa að undanförnu staðið fyrir og unnið að kortlagningu á tækifærum á mörkum þessarra greina og er einkar ánægjulegt að fylgjast með frumkvæði og krafti aðila á starfssvæði EIMS sem tóku þátt í hugmydnasamkeppni um aukna nýtingu auðlinda á svæðinu sem lauk í maí sl. Sérstakur úrslitafundur þar sem besta hugmyndin verður kynnt fer fram í Hofi þriðjudaginn 13.júní kl 14:00

Þá einnig horft til ábyrgrar ferðaþjónustu, mikilvægi samfélagslegrar uppbyggingar og sjálfbærni þegar kemur að því að beisla tækifærin á svæðinu en eitt af megin markmiðum Eims er að  stuðla að aukinni þekkingu á samspili samfélags, umhverfis og efnahags. Íslenski ferðaklasinn mun vera með erindi á úrslita fundinum með sérstaka kynningu á hvað felst í hvatningarverkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu sem yfir 300 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa undirritað frá áramótum. Verkefnið er framkvæmt af Ferðaklasanum og FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð í breiðu samstarfi ferðaþjónustunnar en verndari verkefnisins er Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Nánar má sjá um verkefnið  Ábyrga ferðaþjónustu hér. 

Eimur, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf.  bjóða til opins fundar og sýningar á úrslitaverkefnum í hugmyndasamkeppni Eims.

Yfirskrift samkeppninnar er nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra.

 

Alls bárust 14 tillögur sem verða til sýnis á fundinum

Dómnefnd hefur valið fjórar bestu tillögurnar og munu fulltrúar hverrar þeirra halda stutta kynningu á sinni tillögu. Að lokum mun dómnefnd veita verðlaun fyrir bestu tillöguna.

 

Á fundinum verða einnig haldnir þrír örfyrirlestrar: 

  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn
    – Hvað felst í ábyrgri ferðaþjónustu?
  • Guðrún Brynleifsdóttir, Landsvirkjun
    – Tækifæri í orkutengdri ferðaþjónustu
  • Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetur
    – Fjölnýting jarðvarma

 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Tekið er á móti skráningum á viðburðinn HÉR.