fbpx

Ratsjáin – Lokafundur og útskrift

Fyrstu þátttakendur í Ratsjánni útskrifaðir

Ratsjánni er nú formlega lokið en verkefnið hófst með fundi á Hvítá í Borgarfirði í september 2016. Alls tóku 11 aðilar þátt í verkefninu frá 8 fyrirtækjum.  Verkefnið var framkvæmt af Íslenska ferðaklasanum og Nýsköpunarmiðstöð en ráðgjafi verkefnisins var Hermann Ottósson frá ráðgjafafyrirtækinu Skýr Sýn.

Útskrift hópsins fór fram á Akureyri 30.maí en Hvalaskoðun Akureyrar var síðasta fyrirtækið til að fá heimsókn og greiningarvinnu frá hópnum.

Bakhjarlar að Ratsjánni eru Ferðamálastofa, Valitor, Landsbankinn og Félag ferðaþjónustubænda.

Verkefnið miðar að því að efla rekstrar og nýsköpunargetu fyrirtækjanna sem taka þátt og styðja við fagmennsku og gæði í ákvörðunartöku. Fyrirtækin eru í ólíkri atvinnustarfsemi innan ferðaþjónustu og staðsett víðsvegar um landið.

Verkefnið byggir upphaflega á finnskri fyrirmynd sem Íslandsstofa tók upp sem Spegilinn og þótti takast vel til. Ratsjáin er í grunnin byggð á þeirri hugmyndafræði auk annarra  stuðningsverkefna sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir s.s Skapandi ferðaþjónusta. Þá gangast allir þátttakendur undir sjálfsmat sem kallast Innovation Health Check og er framkvæmt af ráðgjöfum Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir hvern og einn fund.

Þátttakendur í Ratsjánni 2016-17 voru:

  • Hótel Gullfoss
  • Nonni Travel, ferðaskrifstofa á Akureyri.
  • Hvítárbakki, Gistihús í Borgarfirði.
  • Travel East, ferðaskrifstofa staðsett á Breiðsdalsvík
  • Hvalaskoðun Akureyri, dótturfyrirtæki Eldingar
  • Óbyggðasetur Íslands, sýning, gististaður og upplifurnarferðaþjónusta staðsett í Fljótsdal
  • Húsið Guestehouse er gistiheimili í Fljótshlíðinni.
  • Iceland Rovers, dótturfyrirtæki Íslenskra fjallaleiðsögumanna

Í samtali við þátttakendur um Ratsjánna og árangurinn hefur m.a komið fram að verkefnið hafi hjálpað þeim að setja skýrari stefnu fyrir reksturinn, ýmiss hagræðing hefur átt sér stað s.s betri skipulagning og betri nýting mannauðs. Nýjar áherslur í rekstri, bætt markaðssetning og meiri fókus hefur skilað betri viðskiptavinum auk þess sem áhersla hefur verið lögð á gæða, umhverfis og öryggismál í greiningunum. Þátttakendur hafa þjálfast við að nýta mismunandi verkfæri til að greina reksturinn sinn og nota til að vega og meta nýjar fjárfestingar auk nýsköpunar og þróunarverkefna innan fyrirtækjanna.

Ratsjáin gengur út á jafningjaráðgjöf en það eru þátttakendurnir sjálfir sem mynda ráðgjafahópa fyrir hvert annað. Þátttakendur hafa samanlagða áratuga reynslu af rekstri og uppbyggingu í ferðaþjónustu og eru því dýrmætur þekkinga og reynslubrunnur fyrir hvert annað.