fbpx

Fjárfestingar í ferðaþjónustu

11.apríl kl 17:00 – 18:00

Laugavegur 176

// Startup Tourism býður heim //

Þá er komið að þriðja og síðasta heimboði Startup Tourism þetta árið. Viðburðurinn fer fram þriðjudaginn 11. apríl kl 17:00 í höfðustöðvunum á Laugavegi 176, 2. hæð.

Í þetta sinn ætlum við að spjalla saman um fjárfestingar í ferðaþjónustu og heyra kynningar frá fimm fyrirtækjum sem taka þátt í hraðlinum.

Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri Startup Tourism mun stýra umræðum. Við pallborðið sitja:
Helga Valfells hjá Crowberry Capital og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Helgi Júlíusson hjá Iceland Tourism Fund
Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Icelandic Lava Show
Arnar Laufdal hjá Kaptio