
Startup Tourism var tíu vikna viðskiptahraðall sem var sérsniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu eða til að þróa nýjar lausnir innan starfandi fyrirtækja. Hraðallinn var haldinn fjórum sinnum á árunum 2016-2019. Verkefninu var ætlað að veita þátttakendum faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd fæddist þar til viðskipti tóku að blómstra. Hraðallinn var samstarfsverkefni Icelandic Startups, Bláa Lónsins, Íslandsbanka, Isavia, Vodafone og Íslenska ferðaklasans.
Óskað var eftir eftir lausnum sem gætu fjölgað afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkt innviði greinarinnar og stuðlað að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.
Markmið Startup Tourism var að efla frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi. Verkefninu var ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, árið um kring.
Þátttakendur Startup Tourism 2016-2019
2016
2017
2018
2019
Adventurehorse Extreme
Skipuleggja krefjandi kappreið um landið fyrir reynda knapa.
Arctic Trip
Nýstárleg ferðaþjónustu á og í kringum Grímsey.
Bergrisi
Hanna hugbúnaðar- og tæknilausn fyrir þjónustusala svo gera meigi bæði sölu- og afgreiðsluferlið sjálfvirkara.
Book Iceland
Bókunarkerfi fyrir gistiheimili og smærri hótel.
Happyworld
Nýtir rokið til að bjóða upp á svifíþróttaferðir.
Health and Wellness
Heilsutengd ferðaþjónusta um Vesturland þar sem hlúið er að líkama og sál.
Jaðarmiðlun
Kynnir álfa og huldufólk á tímamótasýningu sem byggð er á íslenskum sagnaarfi.
Náttúrukúlur
Ferðamönnum boðið upp á gistingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upplifa náttúruna og skoða stjörnur og norðurljós.
Hælið, safn tilfinninganna
Setur um sögu berklana á Kristnesi í Eyjafirði
IceYoga
Jógaævintýri á ferðalagi um landið
MyShopover
Smáforrit sem veitir aðgang að persónulegri þjónustu sem auðveldar verslun í ókunnu landi
Regnbogasafnið í Reykjavík
Einstök upplifun ljóss og lita á mærum myndlista og vísinda
Sigló Ski Lodge
Áfangastaður og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi
Sólvangur Icelandic Horse Center
Einstök og fjölbreytt upplifun á sönnum íslenskum hestabúgarði
The Cave People
Lifandi innsýn í manngerða hella sem eitt sinn voru heimili
Travelscope
Leitarvél sem finnur draumaferðina út frá óskum og sérþörfum
Deaf Iceland
Sérsniðin þjónusta og afþreying fyrir ferðamenn á táknmáli
Arctic Surfers
Sérhæfð ferðaþjónusta fyrir brim-, róðra- og snjóbrettaiðkendur í ævintýraleit
Havarí
Gisting og viðburðir á lífrænu býli í Berufirði
Igloo Camp
Einstök tjaldhótel í stórbrotinni náttúru
Kaffi Kú og The Secret Circle
Ferðaþjónusta og upplifun í Eyjafjarðarsveit
Propose Iceland
Viðburðaþjónusta fyrir ferðamenn á biðilsbuxum
Pure Magic
Leikhúsupplifun byggð á íslenskum sagnaarfi
basicRM
Sjálfvirkni í verðlagningu fyrir ferðaþjónustu
Stórsaga
Víkingaheimur í Mosfellsdal
Under the Turf
Þjóðleg upplifun í gömlum torfbæ í Borgarnesi
When in Iceland
Veflausn sem tengir erlenda ferðamenn við einstaklinga sem vilja bjóða uppá afþreyingatengda ferðaþjónustu
BusTravel IT
Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri
Film Iceland
Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins
GeoGardens
Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði
HandPicked Iceland
Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku
Iceland Bike Farm
Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu
Iceland Outfitters
Faglegar og vinalegar veiðiferðir
Iceland Sports Travel
Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir íþróttahópa til Íslands
Selfie Station
Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands
Venture North
Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum
Wapp-Walking app
Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land