fbpx

Orka & Ferðaþjónusta

Málstofa um samspil orku og ferðaþjónustu
Þann 16. mars stóðu Íslenski ferðaklasinn og Iceland Geothermal, jarðvarmaklasinn, sameiginlega að málstofu um samspil Orku og ferðamála.

Um 100 manns mættu til málstofunnar til að hlusta á og taka þátt í umræðum um þessar mikilvægu atvinnugreinar og þau tækifæri sem felast í upplýstari umræðu og markvissari samvinnu þeirra á milli.
Sjö erindi voru flutt á málstofunni. Iðnaðar og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir opnaði með áhugavert erindi um mikilvægi þessara atvinnugreina og þakkaði fyrir það frumkvæði sem klasarnir sýndu með þessari umræðu. Í kjölfar ráðherra kom Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri GJ – Travel og ræddi um samspil orku og ferðaþjónustu, þá kynntu klasastjórarnir, Viðar Helgason og Ásta Kristín, áherslur sinna klasa auk þess að ræða samstarfsfleti og verkefni til framtíðar. Ásbjörn Björgvinsson kynnti verkefnið LAVA – eldfjallasetur sem verður byggt upp á Hvolfsvelli og opnar á árinu 2017. Kristín Vala Matthíasardóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðsins á Reykjanesi kynnti starfsemi fyrirtækisins auk þeirra viðskiptatækifæra sem auðlindanýting hefur haft í för með sér hvað varðar uppbyggingu á ferðaþjónustu. Í lok málstofunnar kynnti Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar áherslur fyrirtækisins útfrá orku og ferðaþjónustu, mikilvægi upplýstrar umræðu, aðdráttarafl orkuvinnslu til ferðamanna og hvatti til aukins samstarfs.

Vinnustofa í Október

Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn (IG) stóðu fyrir sameiginlegri vinnustofu um viðskiptatækifæri á mörkum ferðaþjónustu og orku. Rætt var um samlegð og samvinnu við uppbyggingu nýrra verkefna, aukna verðmætasköpun, öryggismál og annað sem snertir samstarf þessara geira. Þátttakendur á fundinum voru um 70 og urðu verkefnatillögur yfir 150 talsins.  Verður unnið með þær tillögur nánar á vettvangi klasanna.

Vinnustofunni stýrði Kristinn Hjálmarsson hjá Notera en erindi voru flutt í upphafi fundar þar sem leitast var við að sjá þau tækifæri sem falast í öflugri samvinnu. Kynningar voru m.a  frá Friðheimum, Orku Náttúrunnar, Íslandsstofu og Landsbjörgu.

Eimur

EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. Íslenski ferðaklasinn er aðili að verkefninu í gegnum verkefnastjórn en stofnaðilar eru LandsvirkjunNorðurorkaOrkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum auk samstarfs við Íslenska jarðvarmaklasann og atvinnuþróunarfélögin á svæðinu. 

Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt verkefninu til hundrað milljónir króna. Framkvæmdastjóri EIMS er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.