fbpx

Hugtakasafn Ferðaþjónustunnar

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar inniheldur rúmlega 300 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan greinarinnar. Hugtakasafn ferðaþjónustunnar er opið almenningi og geta áhugasamir sótt sér eintak  á vefsíðu KOMPÁS.

Hugtakasafnið er afrakstur samstarfsverkefnis fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins í samstarfi við Íslenska Ferðaklasann. Fjöldi annarra aðila lagði einnig lið með framlögðum heimildum, ábendingum og yfirlestri.

Með þessari fyrstu útgáfu Hugtakasafnsins er kallað eftir öllum ábendingum sem stuðlað geta að frekari þróun Hugtakasafnsins. Allar ábendingar sem styðja frekari þróun Hugtakasafnsins eru vel þegnar og skulu sendar á kompas@kompas.is.