
Hringrásarhagkerfið fyrir nærandi feðaþjónustu (CE4RT – Circular economy for Regenerative Tourism)
er samstarfsverkefni fimm evrópulanda og er stutt af Evrópusambandinu. Markmiðið er að geta stutt
fjárhagslega við 80 fyrirtæki í þátttökulöndunum, þar af 16 fyrirtæki á Íslandi sem eru í þeirri vegferð að
innleiða vottunarferli, uppfæra gæðakerfi, sækja sér sérfræðiráðgjöf í sjálfbærni og nærandi
ferðaþjónustu auk þess að efla tengslanet sitt þvert á fyrirtæki í þátttökulöndunum. Opnað verður fyrir
umsóknarferli fyrir fyrirtækin í byrjun júní sem geta hvert um sig sótt um stuðning fyrir allt að 1,2mkr á
verkefnatímabilinu.
Leitað er eftir fyrirtækjum sem eru á sjálfbærnivegferðinni og eru að leita eftir verkfærum til að:
- Auka sjálfbærni í rekstri
- Tækla loftlagsáskoranir
- Finna leiðir til að ná fram jafnvægi í nærsamfélaginu
- Bera virðingu fyrir menningarlegum verðmætum og sögulegu mikilvægi áfangastaða
- Ýtir undir ábyrga ferðahegðun
- Stunda ábyrga ferðaþjónustu í hvívetna
Virði fyrir þátttakendur á verkefnatímabilinu er m.a:
- Aðgengi að vinnustofum og „masterclass“ með áherslu á hringrásarhagkerfið og nærandi ferðaþjónustu
- Fjármagn sem hægt er að nýta fyrir sérfræðiaðstoð, vottun og ferli í átt að sjálfbærni
- Jákvæð þróun og jafnvægi í nærsamfélaginu
- Aukinn sjálfbær vöxtur og aukin verðmætasköpun