fbpx

Verkfærakista

Hópur nemenda í MPM námi við Háskólann í Reykjavík útbjó verkfærakistu sem gagnast ætti þátttakendum í átaksverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans um ábyrga ferðaþjónustu. Verkfærakistan samanstendur af nokkrum tólum. Fyrst ber að nefna greiningartæki sem gagnast fyrirtækjum til að sjá stöðu sína í flokkunum fjórum (umgengni um náttúruna, öryggi starfsmanna, neytendavernd og áhrif á nærsamfélagið). Einnig eru leiðbeiningar um almenna markmiðasetningu ásamt sniðmáti til að nota við markmiðasetninguna sjálfa.

Áður en hægt er að setja sér markmið í er nauðsynlegt að skoða fyrst stöðuna eins og hún er í dag. Greiningartækið (excel) aðstoðar við að draga fram helstu áherslur fyrirtækisins hingað til og skerpir þannig sýnina á gera megi betur. Út frá myndritinu sem greiningartækið býr til er því hægt að sjá hvar fyrirtækið stendur vel og hvar það vill gera betur.

Greiningartól -excel

Svo markmiðasetning verði markviss er nauðsynlegt að vanda til verka. Markmiðin verða að vera skýr (S), mælanleg (M), aðlagandi (A), raunhæf (R) og tímasett (T). Með því að setja markmiðin fram á SMART hátt eru mun meiri líkur á að þau náist. Í SMART leiðbeiningunum er farið yfir hvernig markmið eru sett fram. Einnig fylgir Hugmyndabanki sem byggður er á reynslu ferðaþjónustufyrirtækja við markmiðasetningu.

Hugmyndabanki – PDF

Leiðbeiningar-Ávinningur-og-markmiðasetning – PDF

Tvö sniðmát má finna í verkfærakistunni: Fyrra sniðmátið er Veggspjald (pdf A3) og Yfirlit yfir aðgerðaráætlun (pdf A3). Hér er hægt að setja markmið og aðgerðaráætlun fram á myndrænan hátt. Þetta sniðmát má prenta út og er tilvalið að hengja upp á áberandi stað til að minna alla á það markmið sem verið er að vinna að. Einnig eru hér sýnishorn af útfylltum sniðmátum. Einnig er hér sama sniðmát á Excel formi fyrir markmið og aðgerðaráætlun. Fremst er yfirlit yfir markmiðin sem eru í vinnslu en svo eru 10 síður til þess að skilgreina markmiðin. Í kistunni eru líka skjöl með dæmum. Velja má það sniðmát sem hentar eftir því hvort nota á tölvu eða hengja upp á vegg, mælt er með að hvoru tveggja.

snidmat_excel

SnidmatA3 – veggspjald

SnidmatA3 – dæmi

Snidmat – Aðgerðaráætlun veggspjald

Snidmat – Aðgerðaráætlun – dæmi