fbpx

Tourbit

Um verkefnið

Stafræn þróun í ferðaþjónustu (TOURBIT) er samstarfsverkefni sjö evrópulanda sem felst í að efla hæfni
og getu ferðaþjónustufyrirtækja til að innleiða nýja tækni og stafrænar lausnir. Markmiðið með
verkefninu er m.a að leggja til tól og tæki, hvatningu, kennslu og fjárhagsstuðning til 60 fyrirtækja í
þátttökulöndunum sjö. Þarf af 7-9 fyrirtæki á Íslandi sem geta fengið allt að 1,3 mkr í stuðning til að
innleiða nýja tækni og sækja sér sérfræðiþjónustu. Þá leitar verkefnið einnig eftir þjónustuaðilum sem
geta veitt sérfræðiráðgjöf eða búa yfir tæknilausnum sem geta nýst þessum fyrirtækjum sem best í
þróuninni.

Umsóknarferli fyrir þjónustuaðila
https://tourbit.eu/call-for-service-providers/ 

Hér með er auglýst eftir umsóknum þjónustuaðila innan ramma Tourbit verkefnisins í hluta þess,
sem á ensku nefnist “Digital Acceleration Program” þar sem verkefnið mun velja og veita
fjárhagslegan stuðning til allt að 62 lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu frá Tourbit
samstarfssvæðunum sjö fyrir innleiðingu stafrænnar væðingar- og nýsköpunarverkefna í þeirra
fyrirtæki. Á Íslandi geta allt að sjö fyrirtæki hlotið styrk að upphæð 9.000 EUR hvert.

Fyrir framkvæmd verkefna sinna verða valin lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gera samninga við
viðurkennda þjónustuaðila og þeir fjármagnaðir með styrknum, sem þeim er veittur. Á grundvelli
fyrirliggjandi auglýsingar mun Tourbit velja og taka inn þjónustuaðila til að búa til hóp þar sem lítil og
meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki geta valið viðeigandi þjónustuaðila til að styðja við framkvæmd
verkefnisins.

HVER ER TILGANGUR FERLISINS?
Í þessari auglýsingu eru settar fram kröfur og reglur um inntöku þjónustuaðila til að vera hluti af
viðurkenndum hópi, sem lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki, sem valin eru í „Tourbit Digital
Acceleration Program“, geta valið úr.

Lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nota þann fjárhagslega stuðning sem þeim er
veittur til að semja um þjónustu frá þeim þjónustuaðilum, sem teknir eru inn í hópinn á grundvelli
fyrirliggjandi auglýsingar.

HVAÐ BJÓÐUM VIÐ?
Með þessu útkalli býður Tourbit-samstarfið áhugasömum fagaðilum og fyrirtækjum að sækja um
inngöngu í hóp þjónustuveitenda og eiga þar með möguleika á að verða samningsaðili lítilla og
meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja til að styðja við framkvæmd þeirra verkefnis.

Athugið að umsókn um inngöngu í hópinn þýðir ekki sjálfvirkan rétt eða tryggingu fyrir að verða valið
samstarfsaðili undir Digital Acceleration Program. Markmiðið með auglýsingunni er eingöngu að búa
til hóp þjónustuveitenda sem lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu geta valið úr. Litlum og
meðalstórum ferðaþjónustufyrirtækjum í verkefninu er skylt að velja þjónustuveitendur, sem eru
hluti af þessum hópi viðurkenndra samstrafsaðila.

HVER GETUR TEKIÐ ÞÁTT?

Gerð þjónustuveitenda, sem eru teknir inn samkvæmt þessari auglýsingu getur innihaldið
eftirfarandi fagflokka (ekki tæmandi listi – einnig eru aðrar tegundir stafrænna þjónustuveitenda
teknar):

Leiðbeinandi/sérfræðingur/ráðgjafi: Fagmaður sem fylgir litlu og meðalstóru fyrirtæki og veitir
ákveðna sérfræðiþekkingu, ráðgjöf eða þjónustu til að styðja við framkvæmd verkefnisins.
Tækni-/nýsköpunaraðili: Fyrirtæki, sprotafyrirtæki eða fagaðili, sem veitir stafræna eða nýstárlega
lausn eða þjónustu, sem þarf til að styðja við innleiðingu verkefna lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

HVER eru inntökuskilyrði?
• Fyrir sjálfstæða sérfræðinga:
– Hafa minnst 3 ára reynslu af stafrænnivæðingu/tækninotkun lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
EÐA
– Hafa minnst 3 ára reynslu af því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki úr ferðaþjónustu, helst í
stafrænu umbreytingarferli þeirra
–  Hafa sérfræðiþekkingu í að minnsta kosti einu af eftirfarandi greinum: Skýjalausnir, Stafrænar
vinnusvæðislausnir, Gagnagreining og gagnastýring, Netöryggi, Stafræn markaðssetning og
samskipti, Gervigreind, Internet hlutanna, Aukinn veruleiki (AR) og sýndarveruleiki (VR), bjálkakeðjur
– Vera búsettur á Evrópska efnahagssvæðinu (= ESB lönd + Ísland, Noregur, Lichtenstein) eða Sviss
– Hafa viðeigandi vinnuþekkingu á ensku (að lágmarki B1) og að minnsta kosti einu af tungumálum
verkefnisins (spænsku, katalónsku, frönsku, flæmsku, slóvensku, íslensku, ensku, portúgölsku)
– Vera meðlimur TourBiZZ samfélagsins

Fyrir fyrirtæki og sprotafyrirtæki:
– Veita þjónustu sem er viðeigandi og til góðs fyrir stafræna umbreytingu ferðaþjónustufyrirtækja
sem tengist að minnsta kosti einu af eftirfarandi viðfangsefnum: Skýjalausnir, Stafrænar
vinnusvæðislausnir, Gagnagreining og gagnastýring, Netöryggi, Stafræn markaðssetning og
samskipti, Gervigreind, Internet hlutanna, Aukinn veruleiki (AR) og sýndarveruleiki (VR), bjálkakeðjur
– Vera skráður á Evrópska efnahagssvæðinu (= ESB lönd + Ísland, Noregur, Lichtenstein) eða Sviss
o Að ráða yfir minnst 1 starfsmanni, sem uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir einstaka fagaðila.

HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM?
Þjónustuveitendum er boðið að sækja um í þessu ferli með því að senda inn umsókn sína í gegnum
rafrænt umsóknarkerfi og fylla þar út alla nauðsynlega reiti. Einnig er hægt að hlaða niður sniðmáti
fyrir umsóknareyðublað; það er aðeins hugsað til að auðvelda fyrir að semja efni
umsóknareyðublaðsins án nettengingar áður en það er sent inn á netinu.

Fljótlega kemur sniðmát fyrir umsóknareyðublað. Fylgstu með!

Verkefnið er unnið í samstarfi við SSNV – Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra