Iceland Travel Tech 2023 – 25.maí í Grósku!
Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu fer nú fram í fimmta skipti í Grósku – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldin sem hluti af Nýsköpuarvikunni þann 25.maí og hefst kl 13:00. Í ár verður áhersla á að fá sýnendur aftur í hús þannig að ferðaþjónustuaðilar og ferðatæknifyrirtæki geti hisst í raunheimum.
Búið er að opna fyrir skráningar
Viðburðurinn í ár fer fram þann 25.maí frá 13:00-17:00 en heimili Iceland Travel Tech verður Gróska, nýsköpunar og hugmyndahús í Vatnsmýrinni. Viðburðurinn er einnig hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer víða um borg og bý frá 22 – 26.maí. Upptaka af viðburðinum verður aðgengileg síðar.
Í ár er viðburðurinnm tvískiptur – Fyrsti hluti er innblásin af erindum frá tækni og ferðaþjónustuaðilum en í seinni hálfleik mun þátttakendum gefast kostur á að hitta og sjá marga af leiðandi tækniaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi á sýningu sem fram fer á fyrstu hæð Grósku.
Iceland Travel Tech 2023 býður ykkur erindi sem koma okkur nær því að leysa áskoranir og finna tækifærin þegar kemur að þessum þremur megin þemum:
1. STARFSMAÐURINN (ferlar og tækni til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum lífið)
2. UPPLIFUN GESTA( sjálfvirknivæðing, snertilausar lausnir, hámörkun á upplifun með tækni)
3. MARKAÐURINN ( leitavélabestun, lykil mælikvarðar, notkun ChatGPT, bigData)
Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra fyrirlesara úr öllum áttum og hlökkum til að kynna þá fyrir ykkur hvern á fætur öðrum.
Frábær dagskrá sem er öllum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.